Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Þessi húsgögn fara vel við hvítu sófana í stofunni og borðstofuborðið sem Elín keypti fyrir um 30 árum. 

Elín er þessa dagana að vinna að nýjum sjónvarpsþáttum um loftslagsbreytingar sem sýndir verða á RÚV. Hún segir að vinnan við þættina hafi fengið hana til að huga betur að flokkun og það sé ljóst að hver og einn verði að leggja sitt af mörkum ef við eigum ekki að leggja jörðina í rúst. 

Synir Elínar eru fluttir að heiman en hún á þrjú barnabörn sem eru mikið á heimilinu. 

mbl.is