Kristborg Bóel keypti agnarsmáa íbúð og gerði upp

Kristborg Bóel Steindórsdóttir kennari og fjölmiðlakona flutti í bæinn í sumar eftir að hafa búið á Austfjörðum í áratug. Áður en hún flutti í bæinn festi hún kaup á agnarsmárri íbúð sem þurfti að gera upp. 

Hana dreymdi um hlýlegt bóhó-heimili og er útkoman alveg í takt við það. Þótt hún hafi gert mikið sjálf í íbúðinni þurfti hún mikla hjálp frá vinum sem mættu á staðinn og gerðu kraftaverk. 

mbl.is