Ég hef stolið nokkrum hlutum af pabba mínum

Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur var að gefa út bókina Bróður. Hann hefur verið með annan fótinn í Berlín síðustu ár en er nú kominn heim vegna kórónuveirunnar. Hann segist lifa mjög einföldu lífi sem gengur út á að vakna snemma, skrifa og hafa nokkuð góða reglu á hlutunum. 

Árið 2016 festi Halldór kaup á íbúðinni sinni sem hefur verið eitthvað í útleigu á meðan hann er í Berlín. Hann hefur gaman af því að hafa heimilið vistlegt og finnst gefa lífinu lit að skreyta það með skrýtnum hlutum á köflum. Sumir af þessum hlutum voru upphaflega í eigu föður hans og viðurkennir Halldór að hafa stolið þeim af honum eins og klukkunni sem prýðir mynd af Saddam Hussein og áróðursplakati frá Rúmeníu. 

Þegar Halldór er spurður um Berlín og hvers vegna hann vilji vera þar segist hann kunna vel við sig þar þótt borgin sé að hans mati húmorslausasti staður sem hann hefur komið á.

mbl.is