Tinna Brá flutti úr 330 fm einbýli í 80 fm

Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hríms flutti á dögunum úr 330 fm einbýlishús í 80 fm íbúð. Hún segir að það hafi verið áskorun að koma öllu fyrir en er hæstánægð. Það fari vel um sig og börnin sín tvö. 

„Það er miklu meiri nánd á milli mín og barnanna. Ég á minna af dóti og ég veit ekki, meira kósí,“ segir hún í þættinum Heimilislíf. 

Íbúðin sem Tinna festi kaup á er í nýju húsi í 103 Reykjavík og því þurfti ekki að fara í miklar framkvæmdir annað en að mála og koma öllu fyrir. Hún segist hafa þarfagreint sjálfa sig og komist að því hvað hún raunverulega þurfi.

„Hvað þarf ég, hvað vil ég eiga og hvað er nauðsynlegt?“ segir hún og játar að hún sé komin upp á lag með að flytja því hún hafi gert það margoft og finnist það alltaf jafngaman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál