Gerði upp íbúð á þremur vikum á súpersmartan hátt

Kristjana M. Sigurðardóttir arkitekt festi kaup á íbúð í Vesturbænum ásamt manni sínum og hefur komið sér vel fyrir. Á heimilinu er hugsað út í hvert smáatriði og lagði Kristjana mikinn metnað í það að koma fyrir bæði borðkrók og eyju í eldhúsinu. Íbúðin var komin til ára sinna þegar þau festu kaup á henni og til þess að gera hana enn þá meira sjarmerandi rifu þau niður veggi og breyttu skipulagi. 

Hún segist ekki hafa keypt neitt nýtt inn á heimilið heldur notað það sem þau áttu fyrir. Hún leggur mikið upp úr því að heimilisfólki líði vel á heimilinu sínu og að allir megi vera til. Það megi til dæmis lita og leira á borðstofuborðinu án þess að Kristjana fari yfir um. 

Kristjana hefur flutt margoft og þeir sem þekkja hana vel segja að hún sé mikill sérfræðingur á því sviði. Þegar ég spurði hana um góð flutningsráð sagði hún í gríni að það virkaði alltaf vel að henda bara öllu í svarta ruslapoka og sortera svo þegar komið væri á nýjan stað. Þið ráðið hvort þið farið eftir þessu ráði Kristjönu! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál