Pakkar aldrei inn jólagjöfum

Aðalsteinn Haukur Sverrisson.
Aðalsteinn Haukur Sverrisson.

Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri RECON og varaþingmaður Framsóknarflokksins, er góður í að leika sér á milli þess að vinna hart að málefnum líðandi stundar. Hann er einn af frumfjárfestum Solid Clouds og kann lag á því að tengjast börnum sínum í gegnum tölvuna líka. 

Hvaða jólatýpa ert þú?

„Ég hef, frá því ég var barn að alast upp í Bandaríkjunum, verið mikið jólabarn og hefur það lítið breyst í gegnum árin.“

Hvernig nýtist hæfileiki þinn í vinnu á jólunum?

„Ég er sérstaklega góður í að halda tímasetningunni þegar þarf að fara í allt að þrjú boð á dag á milli jóla og nýárs.“

Hvað sérðu um á heimilinu á jólunum?

„Ég sé um eldamennskuna og að setja upp jólatréð. Börnin eru orðin svo stálpuð í dag að þau hafa mikið tekið við að skreyta.“

Hvað gerir þú ekki?

„Ég pakka ekki inn gjöfum. Mig vantar alveg færnina í það.“

Áttu góðar minningar frá æsku tengdar jólunum?

„Já, ég á margar góðar minningar en það sem stendur upp úr er hvað ég vann alltaf möndlugjöfina á jólunum. Enda var ég yngstur í fjölskyldunni.“

Áttu fimm ráð til að auka á upplifun á jólunum?

„Ég mæli með að fara í góða göngutúra á milli máltíða. Að fylla vatn á tréð á morgnana. Vera með tilbúna möndlugjöf fyrir alla aldurshópa. Að kaupa jólagjafir snemma og að vera í góðu skapi á jólunum.“

Hvernig klæðir þú þig um jólin?

„Ég hef haldið í þá hefð sem ég var alinn upp við, að vera spariklæddur á aðfangadag og á jóladag. Svo er ég hefðbundið fínn dagana á milli jóla og nýárs.“

Lestu mikið um jólin? „Já ég les frekar mikið, eða þrjár til fjórar bækur yfir hátíðina. Ég er búinn að panta tvær sem ég hlakka mikið til að lesa.“

Spilarðu tölvuleik á jólunum?

„Já, heldur betur og það hefur aukist meira með hverju árinu enda erum við börnin mín farin að spila fleiri leiki saman.“

Hver er uppáhaldstölvuleikurinn þinn?

„Civilization VI (6) og Counter Strike eru uppáhaldsleikirnir í augnablikinu en svo allt sem viðkemur herkænsku einnig í uppáhaldi. Þar á Starbourne náttúrlega sérstakan stað í mínu hjarta enda er ég einn af frumkvöðlunum á bak við þann leik. Svo má ekki gleyma Hay Day í símanum sem ég spila með strákunum mínum. Við erum sterkir saman þar.“

Hvaða leikjatölva er á óskalistanum um jólin?

„Við fengum okkur Playstation 5 fyrr á árinu svo áherslan verður á leiki í ár.“

Hvað kemur þér í jólaskap?

„Það sem kemur mér í mjög mikið jólaskap er að syngja með kór sem frændi minn Tómas Eggertsson organisti stýrir í Seljakirkju.

Það er alltaf hátíðlegt að taka þátt í því.“

Hvaða rakspíri er í uppáhaldi?

„Ég hef alltaf verið hrifinn af Fierce frá Abercrombie & Fitch, svo er Boss líka í miklu uppáhaldi.“

Hvað um uppáhaldsmatinn?

„Uppáhaldsjólamaturinn er kalkúnn með öllu meðlætinu, sætkartöflustöppu, trönuberjahlaupi, rósakáli, amerískri stuffing, rauðkáli og brúnuðum kartöflum. Við erum svolítið búin að „fusion“-væða jólamatinn, blanda íslensku við hið bandaríska, eins og eðlilegt þykir. Svo finnst okkur æðislegt að vera með tartalettur með hangikjötsuppstúfs-fyllingu í hádeginu á jóladag.“

Hvert er uppáhaldssnjallforritið?

„NFL Game Pass-forritið til að horfa á ameríska fótboltann og Messenger.“

Hver er skemmtilegasta æfingin

til að halda sér í formi?

„Það er að fara á hjólið (e. trainer) og í sjósund tvisvar í viku í Nauthólsvíkinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál