Róbert Wessman hélt glæsilega afmælisveislu

Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova.
Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova.

Róbert Wessman forstjóri Alvogen varð fimmtugur síðasta föstudag og sló upp flottri veislu fyrir vini og ættingja á Kjarvalsstöðum. 

Boðið var upp á pinnamat og gæðavín, kampavín frá Weeman One og hvítvín og rauðvín frá N°1 Saint-Cernin sem Róbert og unnusta hans framleiða.

Páll Óskar skemmti gestum og líka Jökull úr Kaleo en eins og sést á myndunum var mikið fjör í veislunni. 

Ksenia Shakhmanova hélt ræðu í veislunni.
Ksenia Shakhmanova hélt ræðu í veislunni.
mbl.is