Viktoría mætti með hæfileikaríku börnin

Viktoría Hermannsdóttir er hér með börnin sín, Baldvin Tómas Sólmundarson …
Viktoría Hermannsdóttir er hér með börnin sín, Baldvin Tómas Sólmundarson og Birtu Hall. Þess má geta að Birta leikur í þáttaröðinni. Ljósmynd/Mummi Lú

Birta Hall dóttir Viktoríu Hermannsdóttur leikur eitt af hlutverkunum í seríunni Brúðkaupið mitt. Þær létu sig ekki vanta þegar fyrstu tvær þættir seríunnar voru sýndir í Smárabíói. Brúðkaupið mitt er framhald af þáttaröðinni Jarðaförin mín sem sýnd var í Sjónvarpi Símans Premium fyrir um tveimur árum. 

Brúðkaupið mitt er fram­hald af hinni geysi­vin­sælu þáttaröð Jarðarför­in mín. Í þáttaröðinni er fylgst með Bene­dikt og lit­ríku fjöl­skyldu hans, nú 18 mánuðum seinna.

Bene­dikt geng­ur vel að jafna sig á aðgerðinni lífs­hættu­legu og stefn­ir á að gift­ast æsku­ást­inni sinni, séra Ólöfu. Þegar gamla parið ætl­ar að segja allri fjöl­skyld­unni góðu frétt­irn­ar stel­ur Sig­ríður, fyrr­ver­andi kona Bene­dikts, þrum­unni. Sig­ríður til­kynn­ir að hún ætli að gift­ast Luis, arg­entíska ást­manni sín­um. Þau eru með sömu dag­setn­ingu í huga og Bene­dikt og Ólöf höfðu ákveðið að ganga í það heil­aga. Til að bæta gráu ofan á svart byrj­ar heila­æxlið aft­ur að láta á sér kræla og tími Bene­dikts er að renna út. Hann fær sig samt ekki til að segja nein­um slæmu frétt­irn­ar en sting­ur upp á því að sam­eina brúðkaup­in, svo hann nái að minnsta kosti að gift­ast áður en hann deyr. 

Hug­mynd og hand­rit er eft­ir Heklu Elísa­betu Aðal­steins­dótt­ur, Jón Gunn­ar Geir­dal og Kristó­fer Dign­us. Leik­stjóri er Kristó­fer Dign­us en hann leik­stýrði einnig Jarðarför­in mín. Laddi fer sem fyrr með hlut­verk Bene­dikts, Ragn­heiður K. Stein­dórs­dótt­ir fer með hlut­verk séra Ólaf­ar, Ævar Þór Bene­dikts­son og Birna Rún Ei­ríks­dótt­ir fara með hlut­verk unga pars­ins og Harpa Arn­ar­dótt­ir og Mario Glodek fara með hlut­verk Sig­ríðar og Luis. Ungu stúlk­urn­ar Sísí og Jasmín eru leikn­ar af Birtu Hall og Björk Friðriks­dótt­ur.

Það er Glassri­ver sem fram­leiðir þætt­ina sem kem­ur inn í Sjón­varp Sím­ans Premium um pásk­ana. 

Atli Óskar Fjalarsson og Elías Helgi Kofoed-Hansen.
Atli Óskar Fjalarsson og Elías Helgi Kofoed-Hansen. Ljósmynd/Mummi Lú
Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Jón Gunnar Geirdal.
Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Jón Gunnar Geirdal. Ljósmynd/Mummi Lú
Leikstjórinn Kristófer Dignus ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Maríu Hebu. Með …
Leikstjórinn Kristófer Dignus ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Maríu Hebu. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra. Ljósmynd/Mummi Lú
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Frank Cassata.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Frank Cassata. Ljósmynd/Mummi Lú
Arnar Dan og Birna Rún Eiríksdóttir.
Arnar Dan og Birna Rún Eiríksdóttir. Ljósmynd/Mummi Lú
Herbert Guðmundsson og Kristófer Dignus.
Herbert Guðmundsson og Kristófer Dignus. Ljósmynd/Mummi Lú
Ævar Örn Benediktsson mætti með félaga sínum.
Ævar Örn Benediktsson mætti með félaga sínum. Ljósmynd/Mummi Lú
Thelma Huld Jóhannesdóttir og Arnbjörg Hafliðadóttir.
Thelma Huld Jóhannesdóttir og Arnbjörg Hafliðadóttir. Ljósmynd/Mummi Lú
Arnar Dan og Vigfús Þormar Gunnarsson.
Arnar Dan og Vigfús Þormar Gunnarsson. Ljósmynd/Mummi Lú
Björk Friðriksdóttir leikur eitt af hlutverkunum í þáttunum.
Björk Friðriksdóttir leikur eitt af hlutverkunum í þáttunum. Ljósmynd/Mummi Lú
Ragnheiður Steindórsdóttir er hér fyrir miðju en hún leikur eitt …
Ragnheiður Steindórsdóttir er hér fyrir miðju en hún leikur eitt af aðalhlutverkunum. Með henni á myndinni er Garún Daníelsdóttir og vinkona þeirra. Ljósmynd/Mummi Lú
Baldvin Z, Arnbjörg Hafliðadóttir og Hörður Rúnarsson.
Baldvin Z, Arnbjörg Hafliðadóttir og Hörður Rúnarsson. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál