50 verða kynfærafyrirsætur

Sigga Dögg kynfræðingur auglýsti eftir kynfærafyrirsætum á Facebook og viðbrögðin …
Sigga Dögg kynfræðingur auglýsti eftir kynfærafyrirsætum á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, jafnan kölluð Sigga Dögg, er þessa dagana að taka ljósmyndir af kynfærum karla og kvenna á aldrinum 20-60 ára sem hluta af fræðsluefni fyrir haustið til stuðnings við bókina Kjaftað um kynlíf við börn og unglinga. Fullorðnir ræða og fræða. Búið er að taka um 20 ljósmyndir, en stefnt er að því að taka 50 kynfæramyndir fyrir bókina. 

„Bókin er handbók fyrir foreldra og aðra fullorðna þar sem farið er yfir hvernig á að tala um kynlíf við börn og unglinga á aldrinum 0-18 ára,“ segir Sigga Dögg og bætir við: „Ég er að vona að þetta verði nýja svefnherbergisbókin hjá öllum.“

Sigga Dögg auglýsti eftir kynfærafyrirsætum á Facebook síðu sinni og viðbrögðin létu ekki á sér standa. 

„Það voru mjög margir sem höfðu samband við mig, og í upphafi ætlaði ég bara að vera með einn tökudag, en þar sem að svo margir höfðu áhuga á að vera kynfærafyrirsætur þá er ég búin að bóka þrjá tökudaga,“ segir hún en þegar viðtalið var tekið var hún að klára annan tökudaginn. 

Ein myndataka verður svo í ágúst, en myndatökurnar eru fullbókaðar. 

„Tökurnar hafa gengið mjög vel, hratt og örugglega. Við erum með veitingar í stúdíóinu, ávexti, súkkulaði og ýmislegt að narta í. Það er enginn feimni eða óþægilegheit í stúdíóinu,“ segir Sigga Dögg, en fólk á aldrinum 20-60 ára hefur setið fyrir hjá henni. 

Aðspurð af hverju hún haldi að fólk hafi svona mikinn áhuga á því að sitja fyrir á kynfærunum segir hún að fólki finnist þetta mikilvæg fræðsla. „Fólki finnst mikilvægt að sýna að kynfæri fólks eru ólík og fjölbreytt. Sumir sem hafa komið í myndatöku hafa rogast með skömm út af kynfærum sínum og vilja sína fjölbreytileikann.“

Sigga Dögg segir einnig aðspurð hvort henni finnist umræðan opnari að hún finni fyrir því að það sé minna um fordóma gagnvart kynlífi og kynfræðslu í dag og að fólk sé umburðalyndara. „Fólk fær að ræða mál sem áður þóttu óþægileg. Þú mátt spyrja að öllu í dag og þú færð svör við öllu, en þetta er auðvita bara eitthvað sem ég get talað um út frá sjálfri mér,“ segir Sigga Dögg og bætir við: „Ég verð vör við miklar mýtur í öllum aldurshópum og ég var um daginn með fræðslu á elliheimili með einstaklingum sem eru 80-90 ára gamlir, og þeim þótti ótrúlegt að unglingar í dag væru að spyrja sig sömu spurninga og þau er þau voru unglingar.“

Sigga Dögg heldur úti vefsíðunni Siggadogg.is, en þar hyggst hún birta myndir af kynfærunum, en fyrstu myndirnar munu líklegast birtast í næstu viku.

Sigga Dögg kynfræðingur hefur verið að taka ljósmyndir af kynfærum …
Sigga Dögg kynfræðingur hefur verið að taka ljósmyndir af kynfærum fólks fyrir bókina Kjaftað um kynlíf við börn og unglinga. Fullorðnir ræða og fræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál