Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

Kærastinn fær ekki fullnægingu við samfarir.
Kærastinn fær ekki fullnægingu við samfarir. mbl.is/Thinkstockphotos

Ung stúlka sem hefur áhyggjur af kærasta sínum leitaði til Pamelu Stephenson Connelly, ráðgjafa The Guardian

Ég er 17 ára, kærastinn minn er 16 ára og við höfum verið saman í eitt ár. Við höfum stundað kynlíf reglulega í hálft ár og hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið) og hann hefur gert það síðan hann var átta ára. Ég held að þetta sé rót vanda hans. Hvernig á ég að vekja máls á því að hann haldi sig frá sjálfsfróuninni eða jafnvel breyti tækninni?

Kærustuparið hefur stundað kynlíf reglulega í hálft ár.
Kærustuparið hefur stundað kynlíf reglulega í hálft ár. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að það sé ekki óalgengt að fólk þrói með sér tækni sem falli ekki endilega að samförum og það sé málið hjá kærastanum. 

Það er þó erfitt að segja til um hvort þetta sé vegna breyttrar stöðu eða hann sé vanur meiri núningi. Ef ástæðan er sú fyrri biddu hann þá um að prófa mismunandi stöður. Gerðu þetta með erótískri leikgleði í stað þess að gera þetta til þess að laga eitthvað vandamál. Ef hann þarf hins vegar meiri núning er mikilvægt fyrir þig að vita það. Reyndu að örva hann með höndunum af misjöfnum krafti og biddu hann um að leiðbeina þér varðandi hvað sé best. 

Ef kraftmikil handörvun er ófullnægjandi pældu þá í því að fá læknismat þar sem taugaendar í typpinu gætu verið vandamálið. Sumir menn sem hafa vanið sig við gróft undirlag eins og handklæði hafa getað breytt skynjuninni í áföngum í það að svara mildari snertingu. 

Vinnið saman að þessu í litlu skrefum og vertu þolinmóð. Þú ert á byrjunarreit í kynlífi fullorðinna og frekar en að einbeita þér að samförum og sáðláti þarf þú bara að einbeita þér að því að gefa og þiggja. Pressan til þess að fá fullnægingu getur gert menn ólíklegri til þess að fá það. 

Kærastan ætti fyrst og fremst að einbeita sér að því …
Kærastan ætti fyrst og fremst að einbeita sér að því að gefa og þiggja. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál