4 leiðir til að ná meiri árangri í lífinu

Auðmýkt, kærleikur og traust kemur með reynslunni.
Auðmýkt, kærleikur og traust kemur með reynslunni. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Þegar lífið er í föstum skorðum en ánægjulegt að finna leiðir til að auka afköst og ná meiri árangri í lífinu, dag frá degi.

Prófaðu að setja markmiðin til hliðar

Í dag lifum við á tímum markmiða. Okkur er sagt að við verðum að vita hvað við viljum og vinna stöðugt að því. Þegar við gerum það þá erum við í egóinu okkar. Að krefjast einhvers frá lífinu sem við þráum. 

Þannig getur leikari verið stöðugt að horfa á hlutverk í sjónvarpsþætti í staðinn fyrir einungis að gera eins vel og hann getur á hverum degi í leiklist og sjá hvert það leiðir hann. Kannski í kvikmynd?

Taktu einn dag í vinnunni þar sem þú setur allan ótta, markmið og óþægindi til hliðar og stattu í kærleikanum og traustinu. Sjáðu hvað kemur til þín og ef þér líkar niðurstaðan, taktu þá einn dag í viðbót og koll af kolli.

Prófaðu að koma eins fram við alla

Ef þú einsetur þér að koma vel fram við alla í kringum þig jafnt þá muntu sjá skemmtileg áhrif í lífinu þínu. Eins er mikilvægt að sneiða hjá neikvæðum og leiðinlegum samskiptum þennan tíma. 

Hafðu hugfast að oft er hægt að breyta heiminum með fallegum samskiptum við einungis fáa. Byrjaðu á þínu nánasta umhverfi, fjölskyldunni, og fjárfestu í því. Komdu hlýlega fram við afgreiðslufólkið í versluninni og alla sem verða á vegi þínum jafnt.

Þegar við erum að reyna að ná til of margra þá gleymum við oft þeim sem skipta okkur mestu máli. 

Ekki kvarta heldur dragðu lærdóm af reynslunni

Þegar við erum gröm og sár þá erum við að standa í vegi fyrir breytingum. Ef við hins vegar stöndum í ást og trausti og skoðum hvernig aðstæðurnar eða manneskjan er að kenna okkur þá erum við í valdi okkar. 

Þetta getur verið ótrúlega erfitt, þá sér í lagi ef þú ert að upplifa ástarsorg eða sársauka sem erfitt er að eiga við. Farðu í gegnum allar tilfinningarnar, en ekki stoppa lengi við í gremjunni.

Þegar þú ert komin(n) í gegnum mesta sársaukann muntu fá aðra sýn á aðstæður þínar og vonandi sjá þinn hlut betur. Þannig getur þú komist hjá því að lenda í svipuðum aðstæðum aftur. Þegar við sjáum ekki lærdóminn getum við þurft að fara oftar en einu sinni í gegnum hann til að læra. 

Sendu egóið þitt í burtu

Eitt af því sem aftrar okkur í breytingum er egóið okkar. Þegar við sendum egóið okkar í burtu úr aðstæðum og tökum inn kærleika, auðmýkt og traust þá breytast hlutirnir.

Þetta hafa þeir sagt sem hafa sem dæmi misst vinnuna sína. Oft og tíðum getur það verið áfall. Stundum er eins og allar dyr lokist og það sem þú heldur að hafi áður verið sjálfsagt virkar eins og hin mesta blessun. Sem dæmi að hafa vinnu. 

Ef þú þarft að taka tvö skref til baka í ferlinu, er enginn sem segir að eitt skref áfram eftir það verði ekki þitt stærsta gæfuspor. Stattu aftur í ljósinu og traustinu og treystu því að allt sem þú upplifir í lífinu er lærdómur, sérstaklega sniðinn að þér.

Gangi þér vel!

mbl.is

Jólin koma snemma í ár

06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

Í gær, 21:00 „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Í gær, 18:00 „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

Í gær, 15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

Í gær, 12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

Í gær, 09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í gær Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

í fyrradag „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

í fyrradag María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í fyrradag Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í fyrradag Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í fyrradag „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

22.9. Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »