Algengasta lygin á Tinder

Kom hann með góða afsökun fyrir því að mæta ekki …
Kom hann með góða afsökun fyrir því að mæta ekki á stefnumótið? mbl.is/Thinkstockphotos

Það er auðvelt að blekkja mögulega elskhuga á netinu. Samkvæmt nýrri rannsókn sem fræðimenn við Stanford gerðu kom í ljós að flest skilaboð sem fólk sem kynnist í gegnum stefnumótaforrit sendir sín á milli eru skrifuð í hreinskilni. Alltaf eru þó einhverjir sem ljúga og er þá ein lygi sérstaklega vinsæl. 

Fræðimennirnir skoðuðu yfir 3.000 skilaboð hjá yfir 200 manns. Tveir þriðju þátttakenda sögðust aldrei ljúga og aðeins voru sjö prósent skilaboðanna skilgreind sem lygi. 

Flestar lygarnar voru sagðar í von um að virðast vera meira aðlaðandi og voru því áhugamál ýkt. Einnig var beitt blekkingum þegar kom að því hversu mikið fólk var til taks, eitthvað sem er kallað lygi brytans, en 30 prósent lyga voru af þessari tegund. Brytalygin er oftast notuð til þess að koma í veg fyrir stefnumót og sögð með kurteisi í huga. 

Dæmi í þessum dúr í rannsókninni voru til dæmis þegar einn þátttakandi sagðist ekki geta hitt hina manneskjuna þar sem systir hans hafði hringt í hann og væri á leiðinni, svo bað hann manneskjuna afsökunar og hann þyrfti að eiga stefnumótið inni. 

„Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ skrifaði annar þátttakandi þegar raunverulega ástæðan var að klukkan var margt og honum leið óþægilega að hitta manneskju svona seint. 

„Mér þykir það leitt, ég get ekki sent skilaboð núna, síminn minn virkar ekki,“ skrifaði annar þrátt fyrir að það væri í góðu lagi með símann. 

Fræðimennirnir vilja meina að fólk nýti sér tæknina til þess hætta eða fresta frekari samskiptum. 

Flestir á stefnumótaforritum eru sagðir hreinskilnir.
Flestir á stefnumótaforritum eru sagðir hreinskilnir. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál