Er 10 ára samband farið í vaskinn?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hann spurningu konu sem er búin að vera með sama manninum í 10 ár en á þessum árum hafa þau fjarlægst mikið. 

Sæll Valdimar.

Ég er i vandræðum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman i 10 ár og auðvitað hefur gengið á ýmsu,en fyrir ca 3 árum fór maðurinn minn að vinna mikið og í framhaldi af því fjarlægðumst við og var komið svo að um tíma for ég langt niður og var ekki sátt sýndi honum litla ást og umhyggju. Svo fyrir ári síðan fórum við í ráðgjöf sem mér fannst ekki hjálpa mér neitt, svo erum við buin að vera a leiðinni að skilja að hans frumkvæði alltaf ég vill meina að við séum ekki búin að reyna nóg i að laga hlutina en hann er buinn að gefast upp og segist ekki hafa áhuga. Nuna vill hann bara skilja en ekki ég, hvað á eg að gera er einhver leið fyrir okkur sem við erum ekki buin að fatta.

Kv, Ein örvættingafull

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „ein örvæntingafull“ og takk fyrir þessa spurningu.

Ég skil vel að þú hafir áhyggjur og upplifir óþægilegar tilfinningar gagnvart stöðunni. Það er átakanlegt að sjá sársauka þeirra sem vilja halda áfram að vinna í sambandi en finna að maki þeirra hefur gefið upp vonina. Þetta leiðir stundum til þess að annar aðilinn leggur sig allan fram við að halda í sambandið á meðan hinn gerir ekkert slíkt og virðist forðast samskipti og samveru. Þetta veldur erfiðu ástandi þar sem annar aðilinn er í raun að sækja í staðfestingu, meiri tilfinningar og nánd en hinn að forðast það á sama tíma. Þetta getur gengið á í langan tíma og erfitt fyrir báða aðila. Annar aðilinn upplifir höfnun en hinum finnst hann vera að kafna.

Flestir sem hafa verið í mörg ár í sama sambandinu upplifa sorg yfir því að hugsanlega sé sambandinu að ljúka. Hugmyndin eða myndin sem við höfðum af lífinu og hvernig það yrði, er allt í einu farin. Ég get auðvitað ekki talað fyrir hönd mannsins þíns en það er ekki ólíklegt að honum þyki afar miður hver staðan er, þó hann sjái ekki hvernig ætti að vera hægt að laga ástandið. 10 ára samband er talsverð fjárfesting þar sem þið hafið safnað reynslu og kynnst hvort öðru vel. Ég mæli með því að þið gefið þessari fjárfestingu aðra tilraun, farið til pararáðgjafa sem gæti komið með nýja nálgun fyrir ykkur sem par og ekki síður að fá hugmyndir hvernig ykkur getur liðið betur sem einstaklingar. Það er fátt betra en að geta litið um öxl og geta sagt við sig að maður hafi gert sitt besta, hver sem útkoman verður á endanum. Ef þið sammælist um þetta þá tel ég það af hinu góða, hvort sem það leiðir til þess að þið náið tökum á sambandinu eða einfaldlega til þess að hafa persónulegan stuðning ef niðurstaðan er að ljúka sambandinu.

Gangi ykkur allt í haginn.

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál