Er 10 ára samband farið í vaskinn?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hann spurningu konu sem er búin að vera með sama manninum í 10 ár en á þessum árum hafa þau fjarlægst mikið. 

Sæll Valdimar.

Ég er i vandræðum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman i 10 ár og auðvitað hefur gengið á ýmsu,en fyrir ca 3 árum fór maðurinn minn að vinna mikið og í framhaldi af því fjarlægðumst við og var komið svo að um tíma for ég langt niður og var ekki sátt sýndi honum litla ást og umhyggju. Svo fyrir ári síðan fórum við í ráðgjöf sem mér fannst ekki hjálpa mér neitt, svo erum við buin að vera a leiðinni að skilja að hans frumkvæði alltaf ég vill meina að við séum ekki búin að reyna nóg i að laga hlutina en hann er buinn að gefast upp og segist ekki hafa áhuga. Nuna vill hann bara skilja en ekki ég, hvað á eg að gera er einhver leið fyrir okkur sem við erum ekki buin að fatta.

Kv, Ein örvættingafull

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „ein örvæntingafull“ og takk fyrir þessa spurningu.

Ég skil vel að þú hafir áhyggjur og upplifir óþægilegar tilfinningar gagnvart stöðunni. Það er átakanlegt að sjá sársauka þeirra sem vilja halda áfram að vinna í sambandi en finna að maki þeirra hefur gefið upp vonina. Þetta leiðir stundum til þess að annar aðilinn leggur sig allan fram við að halda í sambandið á meðan hinn gerir ekkert slíkt og virðist forðast samskipti og samveru. Þetta veldur erfiðu ástandi þar sem annar aðilinn er í raun að sækja í staðfestingu, meiri tilfinningar og nánd en hinn að forðast það á sama tíma. Þetta getur gengið á í langan tíma og erfitt fyrir báða aðila. Annar aðilinn upplifir höfnun en hinum finnst hann vera að kafna.

Flestir sem hafa verið í mörg ár í sama sambandinu upplifa sorg yfir því að hugsanlega sé sambandinu að ljúka. Hugmyndin eða myndin sem við höfðum af lífinu og hvernig það yrði, er allt í einu farin. Ég get auðvitað ekki talað fyrir hönd mannsins þíns en það er ekki ólíklegt að honum þyki afar miður hver staðan er, þó hann sjái ekki hvernig ætti að vera hægt að laga ástandið. 10 ára samband er talsverð fjárfesting þar sem þið hafið safnað reynslu og kynnst hvort öðru vel. Ég mæli með því að þið gefið þessari fjárfestingu aðra tilraun, farið til pararáðgjafa sem gæti komið með nýja nálgun fyrir ykkur sem par og ekki síður að fá hugmyndir hvernig ykkur getur liðið betur sem einstaklingar. Það er fátt betra en að geta litið um öxl og geta sagt við sig að maður hafi gert sitt besta, hver sem útkoman verður á endanum. Ef þið sammælist um þetta þá tel ég það af hinu góða, hvort sem það leiðir til þess að þið náið tökum á sambandinu eða einfaldlega til þess að hafa persónulegan stuðning ef niðurstaðan er að ljúka sambandinu.

Gangi ykkur allt í haginn.

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiskonar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

Í gær, 20:00 Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

Í gær, 17:00 Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

í fyrradag Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »

8 ráð frá flottasta jóga veraldar

15.9. Sjana er 22 ára stúlka frá Ástralíu sem hefur vakið athygli út um allan heim fyrir að vera jóga-snillingur. Hún er með einstakan líkama og frábært viðhorf. Hér verða skoðuð 8 lífsviðhorf frá henni. Meira »

Fékk 24 tíma til að hanna stutta brúðarkjólinn

15.9. Brúðarkjóll leikkonunnar Denise Richards er ekki allra en hönnuðurinn segir það ekki skipta máli þar sem brúðurin var hæstánægð. Meira »
Meira píla