Er 10 ára samband farið í vaskinn?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hann spurningu konu sem er búin að vera með sama manninum í 10 ár en á þessum árum hafa þau fjarlægst mikið. 

Sæll Valdimar.

Ég er i vandræðum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman i 10 ár og auðvitað hefur gengið á ýmsu,en fyrir ca 3 árum fór maðurinn minn að vinna mikið og í framhaldi af því fjarlægðumst við og var komið svo að um tíma for ég langt niður og var ekki sátt sýndi honum litla ást og umhyggju. Svo fyrir ári síðan fórum við í ráðgjöf sem mér fannst ekki hjálpa mér neitt, svo erum við buin að vera a leiðinni að skilja að hans frumkvæði alltaf ég vill meina að við séum ekki búin að reyna nóg i að laga hlutina en hann er buinn að gefast upp og segist ekki hafa áhuga. Nuna vill hann bara skilja en ekki ég, hvað á eg að gera er einhver leið fyrir okkur sem við erum ekki buin að fatta.

Kv, Ein örvættingafull

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „ein örvæntingafull“ og takk fyrir þessa spurningu.

Ég skil vel að þú hafir áhyggjur og upplifir óþægilegar tilfinningar gagnvart stöðunni. Það er átakanlegt að sjá sársauka þeirra sem vilja halda áfram að vinna í sambandi en finna að maki þeirra hefur gefið upp vonina. Þetta leiðir stundum til þess að annar aðilinn leggur sig allan fram við að halda í sambandið á meðan hinn gerir ekkert slíkt og virðist forðast samskipti og samveru. Þetta veldur erfiðu ástandi þar sem annar aðilinn er í raun að sækja í staðfestingu, meiri tilfinningar og nánd en hinn að forðast það á sama tíma. Þetta getur gengið á í langan tíma og erfitt fyrir báða aðila. Annar aðilinn upplifir höfnun en hinum finnst hann vera að kafna.

Flestir sem hafa verið í mörg ár í sama sambandinu upplifa sorg yfir því að hugsanlega sé sambandinu að ljúka. Hugmyndin eða myndin sem við höfðum af lífinu og hvernig það yrði, er allt í einu farin. Ég get auðvitað ekki talað fyrir hönd mannsins þíns en það er ekki ólíklegt að honum þyki afar miður hver staðan er, þó hann sjái ekki hvernig ætti að vera hægt að laga ástandið. 10 ára samband er talsverð fjárfesting þar sem þið hafið safnað reynslu og kynnst hvort öðru vel. Ég mæli með því að þið gefið þessari fjárfestingu aðra tilraun, farið til pararáðgjafa sem gæti komið með nýja nálgun fyrir ykkur sem par og ekki síður að fá hugmyndir hvernig ykkur getur liðið betur sem einstaklingar. Það er fátt betra en að geta litið um öxl og geta sagt við sig að maður hafi gert sitt besta, hver sem útkoman verður á endanum. Ef þið sammælist um þetta þá tel ég það af hinu góða, hvort sem það leiðir til þess að þið náið tökum á sambandinu eða einfaldlega til þess að hafa persónulegan stuðning ef niðurstaðan er að ljúka sambandinu.

Gangi ykkur allt í haginn.

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

Í gær, 23:30 Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

Í gær, 20:00 Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

Í gær, 17:00 Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

Í gær, 14:00 Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

Í gær, 10:13 Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

Í gær, 05:00 Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

í fyrradag Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

í fyrradag Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

í fyrradag Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

í fyrradag Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

í fyrradag Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

í fyrradag Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »

„Ég fékk nóg af draslinu“

13.2. „Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) fékk ég nóg af magni hluta á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem „á“ að fylgja stórri fjölskyldu.“ Meira »

Fyrrverandi maður orðinn besta vinkonan

13.2. „Fólk hafði skoðanir á öllu. Eins og til dæmis að það væri undarlegt að hún hefði bara fyrst áttað sig á þessu þegar við vorum úti í Svíþjóð. Að hún hlyti að hafa gert það fyrr, örugglega strax í æsku, bara rétt eins og það vissi miklu betur um hennar líðan en hún sjálf. Að hún hefði örugglega verið í afneitun og bælt þetta niður. Auðvitað veit enginn neitt um þetta nema hún sjálf.“ Meira »

5 mistök sem fólk gerir í sykurleysinu

13.2. Júlía Magnúsdóttir heilusmarkþjálfi segir að mistökin geti verið dýrkeypt þegar kemur að sykurleysi því sykurinn sé svo ávanabindandi. Meira »

Allir geta misst æfingataktinn

13.2. Nýverið greindi Elena Arathimos frá því að hún hafi misst taktinn í æfingunum sínum í tvær vikur. Hún byrjaði að borða óhollt, fara seint að sofa og fann fyrir aukinni streitu. Meira »

Klippti toppinn með naglaklippum

13.2. „Ég klippti toppinn minn sjálf með naglaklippum og það var hræðilegt,“ sagði Dakota Johnson sem er þekkt fyrir að skarta frjálslegum toppi. Meira »

Götutískan á tískuvikunni í New York

12.2. Gestir tískuvikunnar í New York mæta ekki í svörtu frá toppi til táar. Konur mæta þó í bleiku eða fjólubláu frá toppi til táar en áberandi litir hafa tekið yfir götur New York-borgar. Meira »

Fæla sterkar konur karlmennina frá sér?

12.2. „Nú nýverið las ég grein þar sem fram kom að karlar vilji ekki sterkar vel gefnar konur sem maka þrátt fyrir að þeir beri mikla virðingu fyrir þeim alla jafna,“ segir Linda Baldvinsdóttir. Meira »

Gettu hvað þau spöruðu á edrú-mánuði

12.2. „Þegar þú ætlar að taka heilsuna í gegn ferðu til dæmis í ræktina. Þú byrjar á að stíga á vigtina og gerir síðan áætlanir um mataræði og æfingar. Það sama á við um fjármálin.“ Meira »