Er 10 ára samband farið í vaskinn?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hann spurningu konu sem er búin að vera með sama manninum í 10 ár en á þessum árum hafa þau fjarlægst mikið. 

Sæll Valdimar.

Ég er i vandræðum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman i 10 ár og auðvitað hefur gengið á ýmsu,en fyrir ca 3 árum fór maðurinn minn að vinna mikið og í framhaldi af því fjarlægðumst við og var komið svo að um tíma for ég langt niður og var ekki sátt sýndi honum litla ást og umhyggju. Svo fyrir ári síðan fórum við í ráðgjöf sem mér fannst ekki hjálpa mér neitt, svo erum við buin að vera a leiðinni að skilja að hans frumkvæði alltaf ég vill meina að við séum ekki búin að reyna nóg i að laga hlutina en hann er buinn að gefast upp og segist ekki hafa áhuga. Nuna vill hann bara skilja en ekki ég, hvað á eg að gera er einhver leið fyrir okkur sem við erum ekki buin að fatta.

Kv, Ein örvættingafull

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „ein örvæntingafull“ og takk fyrir þessa spurningu.

Ég skil vel að þú hafir áhyggjur og upplifir óþægilegar tilfinningar gagnvart stöðunni. Það er átakanlegt að sjá sársauka þeirra sem vilja halda áfram að vinna í sambandi en finna að maki þeirra hefur gefið upp vonina. Þetta leiðir stundum til þess að annar aðilinn leggur sig allan fram við að halda í sambandið á meðan hinn gerir ekkert slíkt og virðist forðast samskipti og samveru. Þetta veldur erfiðu ástandi þar sem annar aðilinn er í raun að sækja í staðfestingu, meiri tilfinningar og nánd en hinn að forðast það á sama tíma. Þetta getur gengið á í langan tíma og erfitt fyrir báða aðila. Annar aðilinn upplifir höfnun en hinum finnst hann vera að kafna.

Flestir sem hafa verið í mörg ár í sama sambandinu upplifa sorg yfir því að hugsanlega sé sambandinu að ljúka. Hugmyndin eða myndin sem við höfðum af lífinu og hvernig það yrði, er allt í einu farin. Ég get auðvitað ekki talað fyrir hönd mannsins þíns en það er ekki ólíklegt að honum þyki afar miður hver staðan er, þó hann sjái ekki hvernig ætti að vera hægt að laga ástandið. 10 ára samband er talsverð fjárfesting þar sem þið hafið safnað reynslu og kynnst hvort öðru vel. Ég mæli með því að þið gefið þessari fjárfestingu aðra tilraun, farið til pararáðgjafa sem gæti komið með nýja nálgun fyrir ykkur sem par og ekki síður að fá hugmyndir hvernig ykkur getur liðið betur sem einstaklingar. Það er fátt betra en að geta litið um öxl og geta sagt við sig að maður hafi gert sitt besta, hver sem útkoman verður á endanum. Ef þið sammælist um þetta þá tel ég það af hinu góða, hvort sem það leiðir til þess að þið náið tökum á sambandinu eða einfaldlega til þess að hafa persónulegan stuðning ef niðurstaðan er að ljúka sambandinu.

Gangi ykkur allt í haginn.

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í gær Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í gær Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í gær Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »