10 Lífsreglur Virginia Satir

Virginia Satir var fræðimaður og ráðgjafi á undan sinni samtíð. ...
Virginia Satir var fræðimaður og ráðgjafi á undan sinni samtíð. Hennar köllun í lífinu var að rannsaka og aðstoða fjölskyldur. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Virginia Satir tileinkaði líf sitt fjölskyldum. Hún hefur oft verið kölluð móðir fjölskylduráðgjafar. Hún var rannsakandi, ráðgjafi og rithöfundur sem hafði einstök áhrif á það sem margir telja vera það mikilvægasta í lífinu, fjölskyldur.

Hér er haldið áfram að skoða lífsreglur þeirra sem hafa haft áhrif á heiminn með hugmyndum sínum og lífsskoðunum.

Satir var uppi á fyrri hluta síðustu aldar en lífsgildin hennar eiga við í dag jafnmikið og á árum áður. Lífsreglur hennar eru:

Einstaklingar

„Hver einasti einstaklingur er góður í eðli sínu og hefur jákvæðan lífskraft í kjarna sínum. Allir hafa það sem þarf til að takast á við áskoranir í lífinu, þótt sumir hafi ekki enn þá fundið leið að þessari hæfni innra með sér.“

Unglingar

„Unglingar eru ekki hræðilegir eða erfiðir. Þeir eru einungis ungt fólk sem er að læra lifa af í heimi fullorðinna. Sumir fullorðnir hafa ekki náð tökum á þessari hæfni.

Mér finnst að unglingaskeiðið hafi verið vel nýtt ef einstaklingurinn getur farið inn í fullorðinsárin með sterka sjálfsmynd. Ef þeir geta tengst öðru fólki. Tjáð sig heiðarlega, tekið ábyrgð og áhættu með ákveðna hluti á fullorðinsárum.

Unglingatímabilinu lýkur við upphaf fullorðinsáranna. Það sem hefur ekki lærst á þeim tíma mun lærast á fullorðinsaldri.

Sjálfsvirðing

„Sjálfsvirðing getur orðið til og vaxið í umhverfi þar sem munur á milli einstaklinga er metinn, mistök eru liðin, samskipti eru opin og reglur eru sveigjanlegar – í umhverfi sem finnst í nærandi fjölskyldum. 

Hvert einasta orð, svipbrigði og hegðun sem foreldri gefur barni sínu sem viðbragð við hegðun þess, er skilaboð þess um virði barnsins. Sagt er að margir foreldrar átti sig ekki á hvaða skilaboð þeir gefa börnum sínum.“

Faðmlag

„Við þurfum 4 faðmlög til að lifa af á dag. Við þurfum 8 faðmlög til að efla okkur til góðra verka. Við þurfum 12 faðmlög á dag til að vaxa og dafna.“

Fjölskyldumeðferð

„Fjölskyldumeðferð ætti að beina sjónum sínum að heilsu, möguleikum og von en ekki sjúkdómum eða vandamálum. Þess vegna ætti meðferðin að finna leið að lífsins orku fyrir náttúrulega heilun, að kenna fjölskyldunni að heila sig sjálfa og líta á áskoranir sem tækifæri fyrir hvern einasta aðila hennar að verða heill aftur.

Þess vegna kenni ég fólki eftirfarandi:

Ég vil elska án þess að halda, kunna að meta án þess að dæma, vera með öðrum án þess að fara yfir mörk, gefa án þess að heimta til baka, fara án þess að vera með samviskubit, gagnrýna án þess að dæma, hjálpa án þess að móðga. Ef hver og einn getur gefið þetta, hjálpumst við að við að vaxa og þroskast.“

Nærandi fjölskylda

„Í nærandi fjölskyldu, sjá foreldrarnir sig sem hvetjandi leiðtoga, ekki skipandi yfirmenn. Þeir sjá hlutverk sitt fyrst og fremst í því að vera mannlegir í öllum aðstæðum. Þeir veita börnum sínum aðgang að því sem miður fer sem og því sem vel gengur. Þeir veita innsýn inn í sársauka, reiði og vonbrigði að jafn miklu mæli og gleði. Hegðun þessara foreldra er í samræmi við það sem þeir segja.

Til að skilja hvernig heimurinn virkar er nauðsynlegt að skilja fjölskylduna. Fjölskyldan er í raun örmynd af heiminum. Málefni eins og hver stjórnar, nálægð, sjálfstæði, traust og hæfni til samskipta eru hlutir sem liggja að grunni þess hvernig við lifum í þessum heimi. Ef þú vilt breyta heiminum, byrjaðu þá á því að breyta þér og hafa jákvæð áhrif á fjölskylduna þína.

Að vinna úr fortíðinni

„Það sem hangir yfir foreldrum frá æsku, það sem er óunnið eða erfið reynsla sem hefur áhrif á foreldrið í dag, hefur oft og tíðum áhrif á það sem órökrétt í því hvernig foreldrar hugsa um börnin sín.“

Vandamál

„Vandamál eru ekki vandamálið, heldur hvernig við fáumst við vandamálin. Viðbrögð okkar við hlutum eru mikilvægari en það sem við lendum í.

Kínverskt tákn fyrir vandamál (crisis) eru tvö tákn, annað þýðir hætta og hitt tækifæri. Þetta er góð áminning þess að við getum valið að líta á vandamál sem tækifæri eða neikvæða upplifun.“

Breytingar

„Ég veit að fólk getur breyst. Ég hef fundið slíkt allt inn að beini, í gegnum frumurnar mínar og alla vefi líkamans. Spurningin er bara hvernig og í hvaða samhengi. 

Til þess að einstaklingar innan fjölskyldu geti breyst og þroskast, lært og vaxið þarf hver og einn að finna sinn karakter. Enginn er eins þótt hann tilheyri sömu fjölskyldunni. Lífið er til að læra af því og hver einasta áskorun gefur fjölskyldum tækifæri á að vaxa og dafna saman.

Frelsi

„Við búum við fimm tegundir af frelsi í lífinu. Frelsið til að sjá og heyra hvernig hlutirnir raunverulega eru. Frelsi til að segja hvernig þér líður og hvað þú ert að hugsa. Frelsi til að fara í gegnum þær tilfinningar sem koma upp. Frelsi til að biðja um það sem þú vilt í þessu lífi. Frelsi til að taka áhættur með þinn hluta í lífinu.“

mbl.is

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

Í gær, 09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í fyrradag „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »