10 Lífsreglur Virginia Satir

Virginia Satir var fræðimaður og ráðgjafi á undan sinni samtíð. ...
Virginia Satir var fræðimaður og ráðgjafi á undan sinni samtíð. Hennar köllun í lífinu var að rannsaka og aðstoða fjölskyldur. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Virginia Satir tileinkaði líf sitt fjölskyldum. Hún hefur oft verið kölluð móðir fjölskylduráðgjafar. Hún var rannsakandi, ráðgjafi og rithöfundur sem hafði einstök áhrif á það sem margir telja vera það mikilvægasta í lífinu, fjölskyldur.

Hér er haldið áfram að skoða lífsreglur þeirra sem hafa haft áhrif á heiminn með hugmyndum sínum og lífsskoðunum.

Satir var uppi á fyrri hluta síðustu aldar en lífsgildin hennar eiga við í dag jafnmikið og á árum áður. Lífsreglur hennar eru:

Einstaklingar

„Hver einasti einstaklingur er góður í eðli sínu og hefur jákvæðan lífskraft í kjarna sínum. Allir hafa það sem þarf til að takast á við áskoranir í lífinu, þótt sumir hafi ekki enn þá fundið leið að þessari hæfni innra með sér.“

Unglingar

„Unglingar eru ekki hræðilegir eða erfiðir. Þeir eru einungis ungt fólk sem er að læra lifa af í heimi fullorðinna. Sumir fullorðnir hafa ekki náð tökum á þessari hæfni.

Mér finnst að unglingaskeiðið hafi verið vel nýtt ef einstaklingurinn getur farið inn í fullorðinsárin með sterka sjálfsmynd. Ef þeir geta tengst öðru fólki. Tjáð sig heiðarlega, tekið ábyrgð og áhættu með ákveðna hluti á fullorðinsárum.

Unglingatímabilinu lýkur við upphaf fullorðinsáranna. Það sem hefur ekki lærst á þeim tíma mun lærast á fullorðinsaldri.

Sjálfsvirðing

„Sjálfsvirðing getur orðið til og vaxið í umhverfi þar sem munur á milli einstaklinga er metinn, mistök eru liðin, samskipti eru opin og reglur eru sveigjanlegar – í umhverfi sem finnst í nærandi fjölskyldum. 

Hvert einasta orð, svipbrigði og hegðun sem foreldri gefur barni sínu sem viðbragð við hegðun þess, er skilaboð þess um virði barnsins. Sagt er að margir foreldrar átti sig ekki á hvaða skilaboð þeir gefa börnum sínum.“

Faðmlag

„Við þurfum 4 faðmlög til að lifa af á dag. Við þurfum 8 faðmlög til að efla okkur til góðra verka. Við þurfum 12 faðmlög á dag til að vaxa og dafna.“

Fjölskyldumeðferð

„Fjölskyldumeðferð ætti að beina sjónum sínum að heilsu, möguleikum og von en ekki sjúkdómum eða vandamálum. Þess vegna ætti meðferðin að finna leið að lífsins orku fyrir náttúrulega heilun, að kenna fjölskyldunni að heila sig sjálfa og líta á áskoranir sem tækifæri fyrir hvern einasta aðila hennar að verða heill aftur.

Þess vegna kenni ég fólki eftirfarandi:

Ég vil elska án þess að halda, kunna að meta án þess að dæma, vera með öðrum án þess að fara yfir mörk, gefa án þess að heimta til baka, fara án þess að vera með samviskubit, gagnrýna án þess að dæma, hjálpa án þess að móðga. Ef hver og einn getur gefið þetta, hjálpumst við að við að vaxa og þroskast.“

Nærandi fjölskylda

„Í nærandi fjölskyldu, sjá foreldrarnir sig sem hvetjandi leiðtoga, ekki skipandi yfirmenn. Þeir sjá hlutverk sitt fyrst og fremst í því að vera mannlegir í öllum aðstæðum. Þeir veita börnum sínum aðgang að því sem miður fer sem og því sem vel gengur. Þeir veita innsýn inn í sársauka, reiði og vonbrigði að jafn miklu mæli og gleði. Hegðun þessara foreldra er í samræmi við það sem þeir segja.

Til að skilja hvernig heimurinn virkar er nauðsynlegt að skilja fjölskylduna. Fjölskyldan er í raun örmynd af heiminum. Málefni eins og hver stjórnar, nálægð, sjálfstæði, traust og hæfni til samskipta eru hlutir sem liggja að grunni þess hvernig við lifum í þessum heimi. Ef þú vilt breyta heiminum, byrjaðu þá á því að breyta þér og hafa jákvæð áhrif á fjölskylduna þína.

Að vinna úr fortíðinni

„Það sem hangir yfir foreldrum frá æsku, það sem er óunnið eða erfið reynsla sem hefur áhrif á foreldrið í dag, hefur oft og tíðum áhrif á það sem órökrétt í því hvernig foreldrar hugsa um börnin sín.“

Vandamál

„Vandamál eru ekki vandamálið, heldur hvernig við fáumst við vandamálin. Viðbrögð okkar við hlutum eru mikilvægari en það sem við lendum í.

Kínverskt tákn fyrir vandamál (crisis) eru tvö tákn, annað þýðir hætta og hitt tækifæri. Þetta er góð áminning þess að við getum valið að líta á vandamál sem tækifæri eða neikvæða upplifun.“

Breytingar

„Ég veit að fólk getur breyst. Ég hef fundið slíkt allt inn að beini, í gegnum frumurnar mínar og alla vefi líkamans. Spurningin er bara hvernig og í hvaða samhengi. 

Til þess að einstaklingar innan fjölskyldu geti breyst og þroskast, lært og vaxið þarf hver og einn að finna sinn karakter. Enginn er eins þótt hann tilheyri sömu fjölskyldunni. Lífið er til að læra af því og hver einasta áskorun gefur fjölskyldum tækifæri á að vaxa og dafna saman.

Frelsi

„Við búum við fimm tegundir af frelsi í lífinu. Frelsið til að sjá og heyra hvernig hlutirnir raunverulega eru. Frelsi til að segja hvernig þér líður og hvað þú ert að hugsa. Frelsi til að fara í gegnum þær tilfinningar sem koma upp. Frelsi til að biðja um það sem þú vilt í þessu lífi. Frelsi til að taka áhættur með þinn hluta í lífinu.“

mbl.is

Er svo alvörugefin!

18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

15:02 Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

12:00 Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

09:00 Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

06:00 Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

Í gær, 23:59 Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

Í gær, 21:00 Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í gær Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

í gær Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

í gær Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

í gær Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

í gær Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

í fyrradag „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

í fyrradag Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

19.7. Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

19.7. María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

19.7. Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

19.7. Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »

Hræðileg kynlífsóhöpp sem enduðu illa

18.7. Það endar ekki allt kynlíf með værum svefni en sumir enda hreinlega uppi á spítala eftir óheppileg atvik í kynlífinu.  Meira »

Þorvaldur Davíð til Oxford

18.7. Þorvaldur Davíð hefur ákveðið að taka tilboði um að stunda MBA-nám við Oxford-háskóla í vetur. Hann dregur því til baka umsókn sína um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði og segir okkur meira um málið. Meira »