Er hann of ungur?

Maðurinn sem kom með viskíið heillaði.
Maðurinn sem kom með viskíið heillaði. mbl.is/ThinkstockPhotos

Kona sem átti í stuttu ævintýri með yngri manni leitar ráða ráðgjafa ELLE, E. Jean.

„Kæra E. Jean, ég bý í New York-borg og er í stæðilegu starfi. Í gærkvöldi kom ég heim úr vinnuferð frá San Francisco og var þreytt eftir flugið. Ég pantaði flösku af viskí frá áfengisverslun í nágrenninu. Strákurinn sem kom með flöskuna var heitur – massaður, með tattú, David Bowie-kinnbein og græn augu. Ég teygði mig í veskið mitt en fattaði að ég væri ekki með reiðufé á mér. Svo ég bauð honum inn í viskí. Við stunduðum ekki kynlíf en við gerðum hér um bil allt annað, bara eins og í framhaldsskóla. Sem hann man líklegast eftir því hann er aðeins 24 ára. Ég er 49 ára.

Vandamál númer 1: Hann var að senda mér SMS og vill hitta mig aftur.

Vandamál númer 2: Ég hef ekki stundað kynlíf í 2 ár.

Vandamál númer 3: Ég get ekki litið það vel út. Er hann bara að reyna að eiga eina stutta kvöldstund með mér?“

„Elskan mín, að sjálfsögðu er hann að reyna það... og ég elska hann fyrir það. Því af öllum viskí, brandí, rom, vodka og gin kokteilum í heimi, er kokteillinn „eldri kona eltir yngri mann“ sá sætasti. Ástarævintýri ykkar verður stutt. Þar af leiðandi verður það frábært. Svaraðu SMS-inu hans. Stundum þarf kona að sleppa því að ofhugsa. Hverju ertu að bíða eftir? Eftir yngri manni?“

Það getur ýmislegt gerst eftir glas af viskí.
Það getur ýmislegt gerst eftir glas af viskí. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál