Dreymir að konan sé að halda framhjá

Það getur verið truflandi að vakna hvern morgun eftir drauma ...
Það getur verið truflandi að vakna hvern morgun eftir drauma þar sem eiginkonan er í aðalhlutverki með mönnum sem þú þekkir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður hvers vegna hann dreymi konuna sína stanslaust að halda framhjá, stundum með mönnum sem hann þekkir.  

Sæl.

Mig hefur verið að dreyma mjög mikið upp á síðkastið og oftast dreymir mig það að konan mín sé að halda framhjá mér og stundum með einhverjum sem ég þekki. Ég treysti konunni minni fullkomlega og veit að hún myndi aldrei halda framhjá. En það er farið að aukast að mig dreymi þetta og draumarnir verða sífellt grafískri. Í fyrstu fannst henni þetta hálffyndið en ekki lengur. Núna vill hún túlka þetta þannig að ég hafi áhuga á því að stíga út fyrir hjónabandið, en ég hef engan áhuga á því. Reyndar hefur kona haldið framhjá mér áður og kannski er þetta bara einhver ótti undir niðri.

Hvað lest þú út úr þessu?

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ hæ.

Takk fyrir að senda mér bréfið. Ég er þakklát fyrir að fá að gefa þér ráð í þessari stöðu. Ég les ýmislegt út úr bréfinu og skal útskýra betur fyrir þér hvað ég sé.

Verkefnin okkar leita ýmissa leiða til að komast upp á yfirborðið. Draumar eru ein leið og þess vegna er ég sammála þér um að einhverju hefur þú þrýst niður og ekki skoðað. Mér sýnist þú með undirliggjandi ótta sem er að koma upp. 

Auðvitað, ef eitthvað hefur gerst einu sinni, af hverju ætti það ekki að gerast aftur?

Framhjáhald er alvarlegt trúnaðarbrot sem gerist vanalega ekki þegar einstaklingar eru algjörlega heiðarlegir hvor við annan í sambandi. Ástæður framhjáhalds geta verið margs konar. Ég er alls ekki að dæma konuna sem hélt fram hjá þér. Vil taka það fram.

Ást er ákvörðun og vanalega velur maður að setja ást í samband við einstakling sem er mjög góður vinur manns og maður hefur löngun til að fara í gegnum lífsins ólgusjó með. Í góðum hjónaböndum koma upp alls konar mál, sem eru að mínu mati oft og tíðum þessi verkefni sem við þurfum að leysa saman til að verða heil að nýju. 

Nú veit ég ekki hvernig þið leystuð málið með framhjáhaldið, en ég get fullvissað þig um að ef þið hafið gert það þannig að þið komuð sterkari út sem par ættu draumarnir ekki að vera að koma upp hjá þér. Það er eitthvað ennþá óleyst þarna undir niðri. Það gæti vel verið að þó þú sért kominn í nýtt samband þurfi konan þín í þessu sambandi að fara með þér í þessa vinnu.

Það tekur mörg ár að byggja upp traust og trúnað og eitt atvik getur eyðilagt margra ára vinnu ef ekki er skoðað hvað liggur að baki og gerður nýr samningur inn í framtíðina. 

Ég hvet þig til að leggja af stað með konunni þinni í vegferð þar sem þið notið það sem þið eruð að fara í gegnum til að leysa málin og verða sterkari saman.

Ég les einnig einlægni og góð tjáskipti ykkar á milli út úr bréfinu. Það er jákvætt. Haltu áfram að vera opinn með þínar tilfinningar og drauma. Þú hefur ekkert að fela. Þetta er þitt líf, þín vegferð og ég er stolt af því að fá bréf frá karlmanni með tilfinningar sem hefur þor og hugrekki til að staldra við og langa til að vita meira. 

Að lokum langar mig að benda á eina góða leið til að auka hamingjuna í sambandinu sem þú ert í núna. Ef þú ræktar þig og vinnur daglega að því að verða besta útgáfan af þér muntu hafa betri möguleika að vera í mjög góðu sambandi við aðra. Góður maki er alltaf einungis viðbót við annars gott líf. Hann á ekki að vera lífið sjálft. Þannig getur maður sleppt því sem er ekki þess virði að halda og valið það sem er best fyrir mann hverju sinni. Þegar þú veist að þú ert algjörlega sá sem þú ert skapaður til að vera þá verðurðu öruggari með allt í kringum þig og getur valið konuna þína, elskað hana og verið góður við hana daglega. Ef hins vegar eitthvað kæmi upp óvænt tengt núverandi konu þinni í framtíðinni gætirðu stigið eitt skref út úr aðstæðunum. Horft á hvað hefur gerst með opnum hug og kærleika. Ákveðið að taka hlutunum ekki persónulega og séð svo bara hvað hentar þér inn í framtíðina. 

Gangi þér vel. 

Kærar - Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Brúðarkjóllinn var bleikur

17:00 Mandy Moore gifti sig í annað skiptið um síðustu helgi og því kannski ekki annað við hæfi en að klæðast bleikum kjól.   Meira »

Svona á jólaskraut ekki að vera

14:00 Ekki er mælt með því að skreyta á sama hátt og verslunarkjarni í Bretlandi gerði á dögunum. Virðast ísbirnir vera að stunda kynlíf í útstillingu í kjarnanum. Meira »

Henny byrjaði með yfirmanni sínum 1971

10:01 „Ég hef aldrei upplifað ást við fyrstu sýn. Það væri mjög ólíkt mér ef slíkt gerðist. En ég heillaðist af því hvað hann var vel gefinn, fróður og skemmtilegur og síðla árs 1973 var ég orðin mjög ástfangin.“ Meira »

8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg

06:00 Stundar þú alltaf kynlíf í sömu stellingunum eða hugsar jafnvel um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar. Meira »

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

Í gær, 22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

í gær Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

í gær Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

í gær Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

í gær Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

í gær Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í fyrradag Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

19.11. Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

19.11. Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

19.11. Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

19.11. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

19.11. Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »