Dreymir að konan sé að halda framhjá

Það getur verið truflandi að vakna hvern morgun eftir drauma ...
Það getur verið truflandi að vakna hvern morgun eftir drauma þar sem eiginkonan er í aðalhlutverki með mönnum sem þú þekkir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður hvers vegna hann dreymi konuna sína stanslaust að halda framhjá, stundum með mönnum sem hann þekkir.  

Sæl.

Mig hefur verið að dreyma mjög mikið upp á síðkastið og oftast dreymir mig það að konan mín sé að halda framhjá mér og stundum með einhverjum sem ég þekki. Ég treysti konunni minni fullkomlega og veit að hún myndi aldrei halda framhjá. En það er farið að aukast að mig dreymi þetta og draumarnir verða sífellt grafískri. Í fyrstu fannst henni þetta hálffyndið en ekki lengur. Núna vill hún túlka þetta þannig að ég hafi áhuga á því að stíga út fyrir hjónabandið, en ég hef engan áhuga á því. Reyndar hefur kona haldið framhjá mér áður og kannski er þetta bara einhver ótti undir niðri.

Hvað lest þú út úr þessu?

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ hæ.

Takk fyrir að senda mér bréfið. Ég er þakklát fyrir að fá að gefa þér ráð í þessari stöðu. Ég les ýmislegt út úr bréfinu og skal útskýra betur fyrir þér hvað ég sé.

Verkefnin okkar leita ýmissa leiða til að komast upp á yfirborðið. Draumar eru ein leið og þess vegna er ég sammála þér um að einhverju hefur þú þrýst niður og ekki skoðað. Mér sýnist þú með undirliggjandi ótta sem er að koma upp. 

Auðvitað, ef eitthvað hefur gerst einu sinni, af hverju ætti það ekki að gerast aftur?

Framhjáhald er alvarlegt trúnaðarbrot sem gerist vanalega ekki þegar einstaklingar eru algjörlega heiðarlegir hvor við annan í sambandi. Ástæður framhjáhalds geta verið margs konar. Ég er alls ekki að dæma konuna sem hélt fram hjá þér. Vil taka það fram.

Ást er ákvörðun og vanalega velur maður að setja ást í samband við einstakling sem er mjög góður vinur manns og maður hefur löngun til að fara í gegnum lífsins ólgusjó með. Í góðum hjónaböndum koma upp alls konar mál, sem eru að mínu mati oft og tíðum þessi verkefni sem við þurfum að leysa saman til að verða heil að nýju. 

Nú veit ég ekki hvernig þið leystuð málið með framhjáhaldið, en ég get fullvissað þig um að ef þið hafið gert það þannig að þið komuð sterkari út sem par ættu draumarnir ekki að vera að koma upp hjá þér. Það er eitthvað ennþá óleyst þarna undir niðri. Það gæti vel verið að þó þú sért kominn í nýtt samband þurfi konan þín í þessu sambandi að fara með þér í þessa vinnu.

Það tekur mörg ár að byggja upp traust og trúnað og eitt atvik getur eyðilagt margra ára vinnu ef ekki er skoðað hvað liggur að baki og gerður nýr samningur inn í framtíðina. 

Ég hvet þig til að leggja af stað með konunni þinni í vegferð þar sem þið notið það sem þið eruð að fara í gegnum til að leysa málin og verða sterkari saman.

Ég les einnig einlægni og góð tjáskipti ykkar á milli út úr bréfinu. Það er jákvætt. Haltu áfram að vera opinn með þínar tilfinningar og drauma. Þú hefur ekkert að fela. Þetta er þitt líf, þín vegferð og ég er stolt af því að fá bréf frá karlmanni með tilfinningar sem hefur þor og hugrekki til að staldra við og langa til að vita meira. 

Að lokum langar mig að benda á eina góða leið til að auka hamingjuna í sambandinu sem þú ert í núna. Ef þú ræktar þig og vinnur daglega að því að verða besta útgáfan af þér muntu hafa betri möguleika að vera í mjög góðu sambandi við aðra. Góður maki er alltaf einungis viðbót við annars gott líf. Hann á ekki að vera lífið sjálft. Þannig getur maður sleppt því sem er ekki þess virði að halda og valið það sem er best fyrir mann hverju sinni. Þegar þú veist að þú ert algjörlega sá sem þú ert skapaður til að vera þá verðurðu öruggari með allt í kringum þig og getur valið konuna þína, elskað hana og verið góður við hana daglega. Ef hins vegar eitthvað kæmi upp óvænt tengt núverandi konu þinni í framtíðinni gætirðu stigið eitt skref út úr aðstæðunum. Horft á hvað hefur gerst með opnum hug og kærleika. Ákveðið að taka hlutunum ekki persónulega og séð svo bara hvað hentar þér inn í framtíðina. 

Gangi þér vel. 

Kærar - Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

Í gær, 19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

Í gær, 16:15 Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

Í gær, 13:00 Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

Í gær, 10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í gær Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

í fyrradag Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í fyrradag Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í fyrradag Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

í fyrradag Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í fyrradag „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »