Dreymir að konan sé að halda framhjá

Það getur verið truflandi að vakna hvern morgun eftir drauma ...
Það getur verið truflandi að vakna hvern morgun eftir drauma þar sem eiginkonan er í aðalhlutverki með mönnum sem þú þekkir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður hvers vegna hann dreymi konuna sína stanslaust að halda framhjá, stundum með mönnum sem hann þekkir.  

Sæl.

Mig hefur verið að dreyma mjög mikið upp á síðkastið og oftast dreymir mig það að konan mín sé að halda framhjá mér og stundum með einhverjum sem ég þekki. Ég treysti konunni minni fullkomlega og veit að hún myndi aldrei halda framhjá. En það er farið að aukast að mig dreymi þetta og draumarnir verða sífellt grafískri. Í fyrstu fannst henni þetta hálffyndið en ekki lengur. Núna vill hún túlka þetta þannig að ég hafi áhuga á því að stíga út fyrir hjónabandið, en ég hef engan áhuga á því. Reyndar hefur kona haldið framhjá mér áður og kannski er þetta bara einhver ótti undir niðri.

Hvað lest þú út úr þessu?

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ hæ.

Takk fyrir að senda mér bréfið. Ég er þakklát fyrir að fá að gefa þér ráð í þessari stöðu. Ég les ýmislegt út úr bréfinu og skal útskýra betur fyrir þér hvað ég sé.

Verkefnin okkar leita ýmissa leiða til að komast upp á yfirborðið. Draumar eru ein leið og þess vegna er ég sammála þér um að einhverju hefur þú þrýst niður og ekki skoðað. Mér sýnist þú með undirliggjandi ótta sem er að koma upp. 

Auðvitað, ef eitthvað hefur gerst einu sinni, af hverju ætti það ekki að gerast aftur?

Framhjáhald er alvarlegt trúnaðarbrot sem gerist vanalega ekki þegar einstaklingar eru algjörlega heiðarlegir hvor við annan í sambandi. Ástæður framhjáhalds geta verið margs konar. Ég er alls ekki að dæma konuna sem hélt fram hjá þér. Vil taka það fram.

Ást er ákvörðun og vanalega velur maður að setja ást í samband við einstakling sem er mjög góður vinur manns og maður hefur löngun til að fara í gegnum lífsins ólgusjó með. Í góðum hjónaböndum koma upp alls konar mál, sem eru að mínu mati oft og tíðum þessi verkefni sem við þurfum að leysa saman til að verða heil að nýju. 

Nú veit ég ekki hvernig þið leystuð málið með framhjáhaldið, en ég get fullvissað þig um að ef þið hafið gert það þannig að þið komuð sterkari út sem par ættu draumarnir ekki að vera að koma upp hjá þér. Það er eitthvað ennþá óleyst þarna undir niðri. Það gæti vel verið að þó þú sért kominn í nýtt samband þurfi konan þín í þessu sambandi að fara með þér í þessa vinnu.

Það tekur mörg ár að byggja upp traust og trúnað og eitt atvik getur eyðilagt margra ára vinnu ef ekki er skoðað hvað liggur að baki og gerður nýr samningur inn í framtíðina. 

Ég hvet þig til að leggja af stað með konunni þinni í vegferð þar sem þið notið það sem þið eruð að fara í gegnum til að leysa málin og verða sterkari saman.

Ég les einnig einlægni og góð tjáskipti ykkar á milli út úr bréfinu. Það er jákvætt. Haltu áfram að vera opinn með þínar tilfinningar og drauma. Þú hefur ekkert að fela. Þetta er þitt líf, þín vegferð og ég er stolt af því að fá bréf frá karlmanni með tilfinningar sem hefur þor og hugrekki til að staldra við og langa til að vita meira. 

Að lokum langar mig að benda á eina góða leið til að auka hamingjuna í sambandinu sem þú ert í núna. Ef þú ræktar þig og vinnur daglega að því að verða besta útgáfan af þér muntu hafa betri möguleika að vera í mjög góðu sambandi við aðra. Góður maki er alltaf einungis viðbót við annars gott líf. Hann á ekki að vera lífið sjálft. Þannig getur maður sleppt því sem er ekki þess virði að halda og valið það sem er best fyrir mann hverju sinni. Þegar þú veist að þú ert algjörlega sá sem þú ert skapaður til að vera þá verðurðu öruggari með allt í kringum þig og getur valið konuna þína, elskað hana og verið góður við hana daglega. Ef hins vegar eitthvað kæmi upp óvænt tengt núverandi konu þinni í framtíðinni gætirðu stigið eitt skref út úr aðstæðunum. Horft á hvað hefur gerst með opnum hug og kærleika. Ákveðið að taka hlutunum ekki persónulega og séð svo bara hvað hentar þér inn í framtíðina. 

Gangi þér vel. 

Kærar - Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti eða fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

Í gær, 09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

Í gær, 06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 05:39 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í fyrradag „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í fyrradag Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »