Linda talar um sambandsslitin

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er sagt að um 50% hjónabanda endi með skilnaði og að seinni hjónabönd endi oftar en þau fyrri eða í allt að 60% tilfella þannig að það eru margir sem ganga í gegnum skilnaði og það jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á ævinni, og eru þá ekki sambandsslitin sem verða eftir 1-3 ár tekin með inn í þessa tölu,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Að fara í gegnum ferli af þessum toga getur tekið á og því getur fylgt mikil sorg, höfnun, brotnir draumar og margt annað ófyrirséð. 

Ég fór nú nýverið sjálf í gegnum þennan rússíbana sem sambandsslit eða sambúðarslit eru og er enn að einhverju leyti þar og verð sjálfsagt í einhvern tíma enn.

Það er þannig að þegar þú ferð í gegnum slíkt þá finnst sumu fólki í kringum þig að þetta sé lítið mál. Mátt bara vera fegin að þessu lauk, allir sáu nú að þetta hefði ekki gengið (nema þú) og alltaf má jú fá annað skip og annað föruneyti. Þér er bara sagt að fara á Tinder, fara á djammið og komast bara yfir þetta eins og ekkert sé! 

En er þetta svona einfalt?

Kannski í einhverjum tilfellum þar sem samband hefur staðið stutt og engin tenging farin að myndast, en ég held að þetta sé flestum erfitt a.m.k þar sem aðilarnir eru komnir í sambúð og farnir að kynnast fjölskyldu og vinum hins og sambandið komið á alvarlegt stig. Þetta er langt í frá auðvelt og það á yfirleitt við um báða aðilana sem að slitunum koma (á líka við um þá sem báðu um skilnaðinn).

Ég hef líklega ekki verið sú lánsamasta á þessu sambandssviði og litlar líkur eru á því að ég fái að fagna silfur- eða gullbrúðkaupi á minni ævi (náði þó 20 árum). Að sumu leyti viðurkenni ég að mér finnst það sorgleg staðreynd. Þetta var nú svo sannarlega ekki það sem ég sá fyrir mér þegar ég var ung með hjartað fullt af draumum. Þá sá ég mig fyrir mér með einum manni ævina á enda, að við yrðum hamingjusöm með börnunum okkar og barnabörnum þar til dauðinn aðskildi okkur.

En það er ekki alltaf dauðinn sem aðskilur heldur svo margt annað sem hvarflaði ekki að mér þegar rauða ástarsagan dansaði í huga mér þar sem ég var með prinsinum eina og sanna. 

Og þegar raunin verður sú að sú rauða stenst ekki verða eftir aum sár sem taka sinn tíma að gróa og við tekur ferli sem engum finnst gott að fara í gegnum.

Í því ferli koma fram svo margar tilfinningar sem þú hreinlega kannt lítið á svona oftast nær og þær geta verið mjög sárar og jafnvel mjög bitrar.

Sorgin sem þú upplifir ásamt vonbrigðunum yfir því að þetta hafi ekki gengið upp setur svip á líf þitt. Allir brotnu draumarnir sem aldrei fá að rætast draga úr þér mátt og þig langar mest að skríða inn í skel og dvelja þar í einhvern tíma til að sleikja sárin.

Í mínu tilfelli núna var engin skel til að skríða inn í um tíma en ég hafði þó ótrúlega góðan stuðning frá börnunum mínum og vinum sem héldu utan um mig á versta kaflanum eða þar til ég komst á minn eigin stað/skel. Vinanetið mitt var duglegt að veita mér stuðning á þeim tíma og ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góða, yndislega trausta og gefandi vini. 

Ég grét mikið og oft (sem er mjög ólíkt mér) og græt stundum enn við ólíklegustu tækifæri. Er meyr með afbrigðum og ekkert má segja við mig, þá finn ég hvernig tárin ætla að trilla niður kinnarnar. Jafnvel fallegar stundir og orð verða til þess að ég græt fögrum tárum. 

Ég veit að þetta er eðlilegt þegar sorgin bankar upp á og líf okkar breytist, þannig að ég skoða þessar tilfinningar, leyfi tárunum að renna, samþykki líðan mína og gef sjálfri mér kærleika og leyfi til að upplifa þetta allt saman því ég veit að það er eina leiðin til bata.

Núna er ég flutt í nýju skelina mína og búin að gera hana að notalegu heimili fyrir mig með hjálp góðra vina og þar get ég skriðið inn og leyft mér að líða bara eins og mér sýnist í hvert og eitt sinn, sem er svo gott og hreinlega nauðsynlegt að geta gert þegar þegar stormar geisa í tilfinningalífi okkar. 

En þegar skelin var nú loksins tilbúin og mér fór að líða eins og ég ætti þar heima fór einmanakenndin að gera vart við sig. Og síðan fullvissan um að ég yrði bara ein það sem eftir væri. En líklega er það vegna þess að ég fann og finn að ég er bara alls ekki tilbúin til að fara að gefa af mér eitt eða neitt til neins nema sjálfrar mín og þeirra sem eru í mínum kærleikshring eins og barnanna minna, barnabarna og vina, og líklega gæti ég ekki heldur þegið eitt né neitt heldur frá neinum öðrum en þessum sömu aðilum.

Ég geri þó máttlausar tilraunir til þess að „halda áfram göngunni“ og fór t.d. inn á Tinder. Þangað hef ég stöku sinnum farið inn til að skoða eins og maður gerir almennt við vörulista þegar manni leiðist. En finn þar þó fátt (en það er bara ég - þetta er örugglega æðislegt fyrir alla aðra) og enginn af þeim sem sett hafa upp skrautfjaðrir gagnvart mér hefur náð að opna skelina mína. Ekki einu sinni smárifu þar sem mér finnst ég bara hreinlega vera dofin fyrir þessu öllu saman akkúrat núna. Ég veit þó að þetta eru allt saman eðlileg viðbrögð við sorginni og ég þarf tíma til að leyfa henni að hafa sinn gang áður en ég er fær um að halda áfram. 

En á sama tíma og þessar miklu tilfinningar eru í gangi er ég að byggja undir stoðir mínar á öðrum sviðum og ná í gleði mína ásamt því að auka við félagsnetið, því ég veit að það er fátt sem er eins mikilvægt og það að búa til gleðistundir í erfiðum aðstæðum til að létta gönguna og ná í fyrri styrk.

Í þessari uppbyggingu er einnig ótrúlega nauðsynlegt að næra líkama og sál og uppfylla þarfir þær sem við kunnum að hafa með kærleikann og umhyggjuna til „me myself and I“ að leiðarljósi og það hef ég lagt mig fram við að gera eins og framast hefur verið kostur á.   

Eins er ég búin að vera í mikilli sjálfsskoðun sem fylgir yfirleitt kaflaskilum af þessu tagi og ég skoða mig og mínar tilfinningar reglulega með aðstoð fagaðila, sem ég held að allir sem fara í gegnum skipbrot af þessu tagi ættu að gera ef komast á frá þessu á eins góðan hátt og hægt er. 

Það er alltaf gott og hollt að endurskoða líf sitt þegar stór kaflaskipti eiga sér stað. Sjaldan er eins mikilvægt og þá að skoða hvað það er sem við viljum fá og hafa í lífi okkar í framtíðinni og hvernig eigi síðan að ná í það.

Við ættum að spyrja okkur spurninga eins og:

Hvað er það sem ég tel að gæti aukið við lífsgæði mín í framtíðinni? Læra meira? Skipta um starfsvettvang? Íverustað? Kynnast nýju fólki? Taka upp ný áhugamál? Fara að framkvæma drauma sem ég var búin að setja til hliðar? 

Allar þessar spurningar hafa a.m.k. vaknað hjá mér að undanförnu og trúið mér, þegar ég fer af stað þá verða yfirleitt breytingar því ég er vön að sækja drauma mína og taka skrefin í áttina að þeim. Ég trúi því staðfastlega að skrefin sem við tökum í átt að draumum okkar verði okkur til lækningar á leiðinni og flýti fyrir því að við náum upp gleðiorkunni og fyrri framkvæmdastyrk. 

En eins og ég sagði áðan þá á ég yndislegan stuðningshóp sem stendur þétt að baki mér, leyfir mér að tala, leyfir mér að vera í öllum tilfinningum mínum hvort sem það er reiðin, biturðin, gráturinn, hláturinn, ég fæ bara að vera ég í kringum þennan hóp, svo förum við út að borða eða út á lífið aðeins og opnum kannski eina rauðvínsflösku og hlæjum saman. Þannig býr þessi hópur til gleðistundirnar fyrir mig og ég fyrir þau. Einn vinur hefur þó staðið upp úr á þessum tíma hvað framkvæmdir og aðstoð við að koma skelinni minni í lag varðar og ég verð að fá að segja pent takk Arnar minn fyrir alla hjálpina, hún verður ekki metin til fjár!

En hvers vegna er ég að opinbera mig, líf mitt og mínar tifinningar hér? Er það ekki alveg út í hött að manneskja sem er að aðstoða aðra við að ná lífi sínu á betri staði geri það? Þarf sá aðili ekki að vera með allt á hreinu og hafa líf sitt í fullkomnu standi og jafnvægi? 

Svar mitt við þessu er afskaplega einfalt.

Ég trúi því að við fáum öll okkar verkefni til úrlausnar og gerum okkar mistök, sama hvaða stétt eða stöðu við tilheyrum, og það er í fínu lagi að dvelja í varnarleysi sínu eða berskjöldun og opinbera það ef það gæti orðið til aðstoðar einhverjum samferðamanni mínum.

Það er allt of sjaldan talað um hvernig það er að fara í gegnum svona ferli og hvaða tolla það tekur. Fáir sýna því samúð og tillit. Einmitt þess vegna er svo gott að segja þeim sem eru á þessum stað með tilfinningar sínar lokaðar inni að þau eru alls ekki ein.

Eins tel ég að þessi reynsla geri mig hæfari til að skilja og aðstoða þá sem standa í þessum sporum því að það jafnast fátt á við að tala við einhvern sem hefur verið í þínum sporum.

Og ég lofa að segja ekki að alltaf megi fá annað skip og annað föruneyti, gæti reyndar trúað að ég segði við þau að einnig þetta muni líða hjá, og eins að við verðum bara að lifa hvern dag þar til við lifnum á ný.

Og það munum við öll gera sem göngum í gegnum sorgarferli af einhverju tagi. Við munum lifna og við munum dafna að nýju og við sem fórum í gegnum sambandsslit munum að öllum líkindum bara koma vitrari til leiks næst og munum því setja fókusinn á að finna aðila sem hentar lífi okkar, gildum og persónuleika.  

En munum bara elskurnar að þeir sem eru að fara í gegnum sambandsslit og sambúðarslit (skilnaði) eru að ganga í gegnum sorg rétt eins og þeir sem ganga í gegnum breytingar á öðrum sviðum lífsins eins og við dauðsföll, atvinnumissi, eftirlaunaaldur, þegar börnin fara að heiman og fleira og fleira sem við skiljum stundum ekki hversu erfitt getur verið fyrir viðkomandi að ganga í gegnum.

Þannig að verum svolítið dugleg að sinna og gleðja þessa einstaklinga sem standa á kaflaskiptum í lífinu og aðstoðum þá við að finna aftur líf og von um græna haga í brjósti sínu.

Og eins og ég sagði hér fyrr og oft áður, þá elska ég að aðstoða þig við lífsins verkefni og er aðeins einni tímapöntun í burtu frá þér.

mbl.is

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í gær Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »