Ástalífið verra á ketó?

Stefnumót snúast oft um að borða.
Stefnumót snúast oft um að borða. mbl.is/Thinkstockphotos

Breytt mataræði hefur ekki bara áhrif á hvað þú borðar og mögulega hvernig þú lítur út. Breytt mataræði getur nefnilega haft áhrif á ástalíf fólks. Ketó er eitt vinsælasta mataræðið í dag en samkvæmt Men's Health getur verið erfitt að fara á stefnumót á mataræðinu eins og fólk hefur komist að og deilt á netinu. 

Rökrætt um ketó

Maður á ketó lenti í vandræðum á stefnumóti við hjúkrunarfræðing. Hjúkrunarfræðingurinn reyndi að útskýra fyrir honum að líkaminn þyrfti ákveðið mikið magn af kolvetnum á dag til að starfa. Samræðurnar urðu ekki skárri þegar hann reyndi að tala um jákvæð áhrif föstu. 

Það gæti verið ágætt að ræða ekki ketó og föstur á fyrsta stefnumóti. 

Hætti að fara á stefnumót

Annar netverji á ketó-mataræðinu sagðist vera til í að fara á stefnumót ef það væri til sérstök ketó-stefnumótasíða. Að byrja með nýrri manneskju og þurfa að útskýra ketó hljómaði eins og of mikið vesen. 

Svo er spurning hvort hin eina sanna muni ekki bara taka því mataræði sem ástin í lífi henar er á. 

Erfitt að panta mat og drykki

Stefnumót snúast oft um að borða og drekka. Eins og einn benti á veit hann hvað hann borðar en það getur verið erfiðara að panta matinn. Þarf hann að útskýra ketó fyrir þjóni og manneskjunni sem hann er með á stefnumóti? Hafði hann lent í því að tala við þjón í 20 mínútur til þess að komast að því hvaða bjór væri án glútens. 

Er erfiðara að hitta þann hina einu sönnu ást þegar …
Er erfiðara að hitta þann hina einu sönnu ást þegar fólk getur ekki borðað hvað sem er á stefnumótum? Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál