Eiginmaðurinn missti stjórn á sér

Þegar alkóhólistar detta út úr prógrammi koma upp á yfirborðið …
Þegar alkóhólistar detta út úr prógrammi koma upp á yfirborðið skapgerðarbrestir sem bitna oftar en ekki á aðstandendum þeirra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún eigi að gera. Eiginmaður hennar er með skapgerðarbresti, hann hefur sýnt ógnandi hegðun en beðið afsökunar. Hann er óvirkur alkahólisti og hún spyr hvort hægt sé að endurvekja ástina eftir atvik sem ógnar. 

Sæl Elínrós

Ég og maðurinn minn höfum verið saman í rúman áratug. Hann var óvirkur alkahólisti þegar við hófum sambúð og var að sinna prógramminu, en fljótlega eftir að við fórum að vera saman, hætti hann að mæta á fundina. Hann hefur þó aldrei á þessum tíma byrjað að drekka aftur. En hann breyttist mikið, varð reiður, missti stjórn á skapi sínu, varð stjórnsamur og sífellt að setja út á mig og gagnrýna. Við höfum eignast 3 börn á þessum tíma og hvert fæðingarorlof hefur einkennst af því að ég er alein. Ég og börnin erum ekki í fyrsta sæti í hans lífi. 

Síðasta vetur kom svo upp atvik sem endaði þannig að ég þurfti að hlaupa út úr húsinu okkar með börnin eftir að hann missti stjórn á sér. Þá fór hann aftur að mæta á fundi og vinna samkvæmt sporunum 12 og hefur viðurkennt að hafa komið mjög illa fram við mig og beðist afsökunar.

Ég ætti sjálfsagt að taka þessu fagnandi en í staðinn finnst mér ástin og hrifningin  vera löngu farin. Þannig að ég á mjög erfitt með að halda áfram, þrátt fyrir bón hans um annað tækifæri. Er hægt að verða ástfangin aftur af manninum sínum eftir svona?

Kveðja, ein í vanda

Sæl og takk fyrir að senda inn þetta bréf.

Þú lýsir dæmigerðri hegðun alkóhólista þegar hann dettur úr prógrammi. Alkóhólismi er sjúkdómur. Það hvernig manneskja drekkur er einungis ein birtingamynd sjúkdómsins. Þar sérðu stjórnleysið í fíkninni. Þú getur aldrei losnað við sjúkdóminn, en það er til einföld lausn til að halda honum niðri. Lausnin er að fara á fundi reglulega, vera með sponsor (ráðgefandi einstakling) sem einstaklingurinn hringir í reglulega, að vinna 12 sporin og síðan að iðka sporin daglega. Þegar alkóhólistar fylgja þessum einföldu reglum þá eru þeir í bata. 

Ef maðurinn þinn er að gera þessa hluti sem þú nefnir hér að ofan þá er hann klárlega í bata svo ég tel mikla von fyrir ykkur. 

Eftir stendur hins vegar þú. Að mínu mati væri næsta skref að þú myndir setja sjálfa þig í fyrsta sæti. Ég þekki það af eigin raun að vera aðstandandi. Ég þekki það hvernig alkóhólismi, færist yfir í alla fjölskylduna. Hún veikir okkur, við verðum ofurnæm eða aftengd og í raun má segja að við verðum ekki minna veik en alkóhólistarnir í kringum okkur. 

Þess vegna þá mæli ég með því fyrir þig að þú takir inn þitt meðal, farir á m.a. Al-Anon-fundi. Farðu á í það minnsta 6-8 fundi og sjáðu hvort þú heyrir ekki eitthvað sem þú tengir við. Ég mæli með því að þú fáir þér leiðbeinanda (sponsor), vinnir sjálf 12 sporin og iðkir þau daglega sjálf.

Þá lærir þú að setja heilbrigð mörk, setja fókusinn á þig og börnin ykkar. Þú munt fá að sjá bata eiginmanns þíns betur og í raun skilja sjúkdóminn hans aðeins betur. Einnig myndi ég mæla með því að þú farir á opna AA-fundi til að skilja sjúkdóminn betur. Þá getur þú áttað þig á hvað er sjúkdómurinn og hvað ekki. 

Ástæðan fyrir því að ég mæli með þessu fyrir þig er sú að þetta er leið sem virkar. Hún mun ekki bara virka fyrir þig heldur mun bati þinn smitast yfir í börnin ykkar líka. 

Eins mæli ég með því að þú farir í nokkra ráðgjafatíma og fáir aðstoð við að setja heilbrigð mörk í kringum ykkur strax. Sem dæmi þá geri ég ráð fyrir því að eiginmaður þinn hafi verið að taka níunda sporið á þig þegar hann baðst afsökunar á hegðun sinni. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi lofað þér að halda áfram að ástunda AA-leiðina og að hann ætli að taka ábyrgð á hegðun sinni. Er það rétt? 

Ég tel mjög góðar líkur á að þessi hegðun endurtaki sig ekki ef hann er duglegur að iðka prógrammið, en ef hann dettur fljótt út úr því aftur, er hann væntanlega á fallbraut og þá er óvíst hvernig það endar. 

Hjónaband ykkar getur orðið ótrúlega fallegt ef þið eruð saman í þessu andlega prógrammi. 

Þegar við veljum okkur maka sem er alkóhólisti, þá er er algengt að við komum úr meðvirkum aðstæðum. Það er eitthvað sem talar inn í kerfið okkar við þennan einstakling. 

Stígðu inn í ljósið og taktu fyrsta skrefið. Þegar þú ert komin af stað í þetta framkvæmdaprógramm þá muntu sjá betur hvað er best fyrir þig og börnin þín að gera. 

Gangi þér vel.

Kærar Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði …
El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í fíkni­ráðgjöf og meðvirkni. Ljósmynd/úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál