Eiginmaðurinn missti stjórn á sér

Þegar alkóhólistar detta út úr prógrammi koma upp á yfirborðið ...
Þegar alkóhólistar detta út úr prógrammi koma upp á yfirborðið skapgerðarbrestir sem bitna oftar en ekki á aðstandendum þeirra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún eigi að gera. Eiginmaður hennar er með skapgerðarbresti, hann hefur sýnt ógnandi hegðun en beðið afsökunar. Hann er óvirkur alkahólisti og hún spyr hvort hægt sé að endurvekja ástina eftir atvik sem ógnar. 

Sæl Elínrós

Ég og maðurinn minn höfum verið saman í rúman áratug. Hann var óvirkur alkahólisti þegar við hófum sambúð og var að sinna prógramminu, en fljótlega eftir að við fórum að vera saman, hætti hann að mæta á fundina. Hann hefur þó aldrei á þessum tíma byrjað að drekka aftur. En hann breyttist mikið, varð reiður, missti stjórn á skapi sínu, varð stjórnsamur og sífellt að setja út á mig og gagnrýna. Við höfum eignast 3 börn á þessum tíma og hvert fæðingarorlof hefur einkennst af því að ég er alein. Ég og börnin erum ekki í fyrsta sæti í hans lífi. 

Síðasta vetur kom svo upp atvik sem endaði þannig að ég þurfti að hlaupa út úr húsinu okkar með börnin eftir að hann missti stjórn á sér. Þá fór hann aftur að mæta á fundi og vinna samkvæmt sporunum 12 og hefur viðurkennt að hafa komið mjög illa fram við mig og beðist afsökunar.

Ég ætti sjálfsagt að taka þessu fagnandi en í staðinn finnst mér ástin og hrifningin  vera löngu farin. Þannig að ég á mjög erfitt með að halda áfram, þrátt fyrir bón hans um annað tækifæri. Er hægt að verða ástfangin aftur af manninum sínum eftir svona?

Kveðja, ein í vanda

Sæl og takk fyrir að senda inn þetta bréf.

Þú lýsir dæmigerðri hegðun alkóhólista þegar hann dettur úr prógrammi. Alkóhólismi er sjúkdómur. Það hvernig manneskja drekkur er einungis ein birtingamynd sjúkdómsins. Þar sérðu stjórnleysið í fíkninni. Þú getur aldrei losnað við sjúkdóminn, en það er til einföld lausn til að halda honum niðri. Lausnin er að fara á fundi reglulega, vera með sponsor (ráðgefandi einstakling) sem einstaklingurinn hringir í reglulega, að vinna 12 sporin og síðan að iðka sporin daglega. Þegar alkóhólistar fylgja þessum einföldu reglum þá eru þeir í bata. 

Ef maðurinn þinn er að gera þessa hluti sem þú nefnir hér að ofan þá er hann klárlega í bata svo ég tel mikla von fyrir ykkur. 

Eftir stendur hins vegar þú. Að mínu mati væri næsta skref að þú myndir setja sjálfa þig í fyrsta sæti. Ég þekki það af eigin raun að vera aðstandandi. Ég þekki það hvernig alkóhólismi, færist yfir í alla fjölskylduna. Hún veikir okkur, við verðum ofurnæm eða aftengd og í raun má segja að við verðum ekki minna veik en alkóhólistarnir í kringum okkur. 

Þess vegna þá mæli ég með því fyrir þig að þú takir inn þitt meðal, farir á m.a. Al-Anon-fundi. Farðu á í það minnsta 6-8 fundi og sjáðu hvort þú heyrir ekki eitthvað sem þú tengir við. Ég mæli með því að þú fáir þér leiðbeinanda (sponsor), vinnir sjálf 12 sporin og iðkir þau daglega sjálf.

Þá lærir þú að setja heilbrigð mörk, setja fókusinn á þig og börnin ykkar. Þú munt fá að sjá bata eiginmanns þíns betur og í raun skilja sjúkdóminn hans aðeins betur. Einnig myndi ég mæla með því að þú farir á opna AA-fundi til að skilja sjúkdóminn betur. Þá getur þú áttað þig á hvað er sjúkdómurinn og hvað ekki. 

Ástæðan fyrir því að ég mæli með þessu fyrir þig er sú að þetta er leið sem virkar. Hún mun ekki bara virka fyrir þig heldur mun bati þinn smitast yfir í börnin ykkar líka. 

Eins mæli ég með því að þú farir í nokkra ráðgjafatíma og fáir aðstoð við að setja heilbrigð mörk í kringum ykkur strax. Sem dæmi þá geri ég ráð fyrir því að eiginmaður þinn hafi verið að taka níunda sporið á þig þegar hann baðst afsökunar á hegðun sinni. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi lofað þér að halda áfram að ástunda AA-leiðina og að hann ætli að taka ábyrgð á hegðun sinni. Er það rétt? 

Ég tel mjög góðar líkur á að þessi hegðun endurtaki sig ekki ef hann er duglegur að iðka prógrammið, en ef hann dettur fljótt út úr því aftur, er hann væntanlega á fallbraut og þá er óvíst hvernig það endar. 

Hjónaband ykkar getur orðið ótrúlega fallegt ef þið eruð saman í þessu andlega prógrammi. 

Þegar við veljum okkur maka sem er alkóhólisti, þá er er algengt að við komum úr meðvirkum aðstæðum. Það er eitthvað sem talar inn í kerfið okkar við þennan einstakling. 

Stígðu inn í ljósið og taktu fyrsta skrefið. Þegar þú ert komin af stað í þetta framkvæmdaprógramm þá muntu sjá betur hvað er best fyrir þig og börnin þín að gera. 

Gangi þér vel.

Kærar Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í fíkni­ráðgjöf og meðvirkni. Ljósmynd/úr einkasafni
mbl.is

Drukku í sig listina í kjallaranum

18:00 Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

15:30 Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

11:46 Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

05:10 Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

Í gær, 21:00 Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

í gær Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

í gær „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

í gær Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

í gær Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

11.12. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »