Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

Margar konur hafa gefist upp á ástinni - en langar …
Margar konur hafa gefist upp á ástinni - en langar að komast af þeim stað án þess að vita hvað þær geta gert nýtt í stöðunni. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem er tilbúin að gera eitthvað nýtt þegar kemur að ástinni. 

Sæl,

Nú stend ég á tímamótum í mínu lífi.  Ég er 49 ára og búin að vera ein í 16 ár en langar að breyta til og opna fyrir þann möguleika að finna mér maka.

Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér.  Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið.  Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.

Þessu mynstri langar mig að breyta.  Það er ljóst að ég þarf að prófa aðrar leiðir til að fá aðra og betri niðurstöðu.  Þá komum við að þeirri spurningu hverju á ég að breyta?  Hvað þarf ég að gera til að finna það sem ég er að leita að?

Ég tel mig vera tilbúna en vantar góða ráðgjöf.

Kveðja, S

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl S

Það er gaman að fá þetta bréf frá þér. Ég myndi ráðleggja þér að koma á þriggja tíma námskeið hjá mér í litlum hóp þar sem þú getur speglað þig í fleira fólki á þínum stað. Síðan gætum við unnið saman tvær í framhaldinu.

Ég er á því að ef við sveltum okkur af ástinni, þá upplifum við ákveðið heilbrigði þá sér í lagi ef við höfum verið í samböndum sem við gætum flokkað sem léleg sambönd fyrir okkur. Hins vegar ráðlegg ég fólki á þessum tíma að vinna í tilfinningum sínum.

Raunverulegur bati á tilfinningasviðinu er þegar okkur líður vel einar, en þorum að fara á eftir því sem okkur langar. Öll samböndin í lífi okkar eru að reyna að kenna okkur eitthvað. 

Til að geta átt í góðu ástarsambandi tel ég mikilvægt að:

  • Elska sjálfan sig án skilyrða
  • Vera heiðarlegur
  • Þora að setja mörk
  • Læra að treysta
  • Hafa þroska til að elska aðra án skilyrða líka

Ef þú gerir ráð fyrir því að þú hafir verið að gera þitt besta alltaf og herramennirnir í þínu lífi líka getur þú fengið inn í kerfið þitt það sjálfsmildi og kærleika sem þú þarft í upphafi svona ferðalags. Hins vegar er alltaf gott að sjá hvað veröldin er að reyna að kenna okkur í gegnum sambönd sem hafa ekki gengið upp. 

Ég hef hug á að halda stutt námskeið á næstunni, svo ef þú ert tilbúin að vinna í þér, sendu mér þá línu HÉR

Á námskeiðinu skoðum við hugmyndir okkar um ástina, mörk og markaleysi, fjöllum um hvað fer vanalega úrskeiðis í samböndum og tölum um traust og heiðarleika. Síðan setjum við markmið fyrir framtíðina. Eins fjalla ég stuttlega um karl- og kvenorkuna.

Ég vonast til að sjá þig á þessu námskeiði. Þú átt svo sannarlega skilið að fara í heilbrigt og gott samband.

Kær kveðja, Elínrós. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál