Á ég að hafa áhyggjur af eiginmanninum?

Að rækta eigin garð. Að vera heilbrigður á tilfinningasviðinu og ...
Að rækta eigin garð. Að vera heilbrigður á tilfinningasviðinu og að setja skýr mörk fyrir sig sjálfan er grunnurinn að góðu lífi að mati Elínrósar. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem hefur verið að stunda kynlíf með þriðja aðila í hjónabandinu. Eiginmaðurinn virðist ekki skilja fyrirkomulagið að fullu þeirra á milli og hún biður því um ráð.  

Sæl,

Mig langar að spyrja þig hvort að ég sé að gera og mikið úr framkomu mannsins míns? Við höfum í sameiningu ákveðið og stundað í þrjú skipti kynlíf með annarri konu en samt án typpi inn í  leggöng. Við þekkjum bæði báðar konurnar sem eru ágætis kollegar. Síðustu helgi bauð ég annarri konunni í mat þar sem hún átti slæman dag en tók það skýrt fram við manninn minn að ég vildi að ekkert myndi gerast aftur milli okkar allra. Það er komið ár síðan. Hún kom í mat og maðurinn minn var mjög drukkinn og var allur að reyna að fá okkur til að sofa saman. Hann man ekki eftir þessu en hann var að strjúka lærin og bakið á henni og bað hana um að gista. Hún fór svo. Hann meira að segja bað hana um að koma við morguninn eftir þegar að ég var ekki heima fyrir framan mig. Þennan mann þekki ég ekki. Ég var mjög sár daginn eftir en hann sýnir mér engan skilning vegna þess að hann man þetta ekki. Þessi maður er mjög heiðarlegur annars. Á ég að hafa áhyggjur að hann vilji vinkonu mína eða var þetta bara fyllerís rugl?

Kveðja, Y

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl og takk fyrir að senda á mig bréfið. 

Mér finnst þið hjónin vera að dansa á línu sem er frekar illa skilgreind og jafnvel óskýr. 

Ef þú skoðar rannsóknir sem Dr. Pat Allen hefur gert á tilfinningasviðinu þá segja þær að karlmenn séu í grunninn ekki fyrir einkvæni, en þeir fara í sambönd og hjónabönd þegar þeir eru ástfangnir því þeir vilja ekki að aðrir karlmenn séu með konunum þeirra. 

Dr. Pat Allen hefur einnig skrifað áhugaverðar bækur um karl- og kven orkuna. Mér sýnist á bréfinu þínu hér að ofan að þú sért karlinn í sambandinu ykkar hjóna, en hann sé að kastast í karlorkuna sína gagnvart öðrum konum. Getur það verið?

Það er ótrúlega áhugavert á staðnum sem þið eruð á að skoða hver þið viljið vera og hvernig hjónaband þið viljið eiga. Ef við skoðum þig sem dæmi. Hvaða konu dreymir þig um að vera? Hvað gerir hún daglega? Hvernig manni er hún með? Hvað gerir hún ekki?

Er draumakonan að vilja að eiginmaður hennar stundi, stundum, kynlíf við vinnufélaga hennar? Hvað er það að næra innra með þessari konu?

Ef þú værir að vinna með mér myndi ég hvetja þig til að skoða að setja þessa hluti á botnhegðunarlista þinn, af því að mér finnst þú vera að meiða þig sjálfa með þessu. 

Að elska maka sinn án skilyrða, en að setja skýr mörk og skoða hvaða tilfinningar við erum að kljást við, hvaða hugsanir við erum að hugsa og þar fram eftir götunum er áhugavert verkefni. 

Þetta með áfengið er einungis ein birtingamynd af því hvernig kerfið sem þið eruð með er að virka. Bæði konur og karlar sem missa stjórn á áfengi, missa stjórn á fleiri sviðum í lífinu. Ég tel samt mjög mikil einföldun á þínu ástarlífi að kenna honum og drykkjunni hans um. Það er hins vegar ekkert að því að setja mörk tengt drykkju. Þú værir þá að útskýra fyrir eiginmanninum að þegar hann drekkur og man ekki eftir því, þá meiðir hann þig og þig langar ekki að vera í þannig sambandi inn í framtíðina. Þú elskir hann án skilyrða en vonir að hann virði mörkin þín. Ef eiginmaðurinn þinn á ekki við áfengisvanda að stríða verður lítið mál fyrir hann að virða mörkin þín. Ef hins vegar hann er ekki með stjórn þá gæti þetta verið annar hluti sem þið þurfið að finna út úr saman. Í það minnsta þú þá sem aðstandandi hans að þessu leiti. 

Gangi þér hjartanlega vel og stattu með þér og því sem býr innra með þér daglega. 

Það er ekkert sem fixar mann jafnvel og að stíga inn í að vera besta útgáfan af sjálfum sér, að vera í frábæru andlegu og líkamlegu formi og að takast á við verkefni dagsins út frá sjálfsmildi, kærleika og ást. 

Kveðja Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Hönnuðurinn sem allir elska að stæla flytur

16:01 Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður hefur sett íbúð sína við Blönduhlíð á sölu. Ingibjörg Hanna hannaði krummann sem sló í gegn þegar hann kom á markað og prýðir hann fjölmörg heimili landsmanna. Meira »

„Orðin háð kynlífi og hef ekki stjórn“

12:10 „Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur. Svo virðist sem ég sé orðin háð kynlífi. Það er eins og ég hafi enga stjórn á mér og geti ekki stoppað mig í að fara út sum kvöld (næstum öll kvöld vikunnar) á bari eða skemmtistaði.“ Meira »

Fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi

11:00 Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum. Núna er hún fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. Meira »

„Að burðast með gömul áföll“

10:00 Dr. Sigríður Björk Þormar er einn helsti sérfræðingur landsins í áföllum. Hún heldur námskeið í dag um áföll og afleiðingar þeirra þar sem hún m.a. kennir leiðir til þrautseigju. Meira »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

í gær Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

í gær Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

í gær Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

21.5. Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

21.5. „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

21.5. Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »