Á ég að hafa áhyggjur af eiginmanninum?

Að rækta eigin garð. Að vera heilbrigður á tilfinningasviðinu og …
Að rækta eigin garð. Að vera heilbrigður á tilfinningasviðinu og að setja skýr mörk fyrir sig sjálfan er grunnurinn að góðu lífi að mati Elínrósar. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem hefur verið að stunda kynlíf með þriðja aðila í hjónabandinu. Eiginmaðurinn virðist ekki skilja fyrirkomulagið að fullu þeirra á milli og hún biður því um ráð.  

Sæl,

Mig langar að spyrja þig hvort að ég sé að gera og mikið úr framkomu mannsins míns? Við höfum í sameiningu ákveðið og stundað í þrjú skipti kynlíf með annarri konu en samt án typpi inn í  leggöng. Við þekkjum bæði báðar konurnar sem eru ágætis kollegar. Síðustu helgi bauð ég annarri konunni í mat þar sem hún átti slæman dag en tók það skýrt fram við manninn minn að ég vildi að ekkert myndi gerast aftur milli okkar allra. Það er komið ár síðan. Hún kom í mat og maðurinn minn var mjög drukkinn og var allur að reyna að fá okkur til að sofa saman. Hann man ekki eftir þessu en hann var að strjúka lærin og bakið á henni og bað hana um að gista. Hún fór svo. Hann meira að segja bað hana um að koma við morguninn eftir þegar að ég var ekki heima fyrir framan mig. Þennan mann þekki ég ekki. Ég var mjög sár daginn eftir en hann sýnir mér engan skilning vegna þess að hann man þetta ekki. Þessi maður er mjög heiðarlegur annars. Á ég að hafa áhyggjur að hann vilji vinkonu mína eða var þetta bara fyllerís rugl?

Kveðja, Y

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl og takk fyrir að senda á mig bréfið. 

Mér finnst þið hjónin vera að dansa á línu sem er frekar illa skilgreind og jafnvel óskýr. 

Ef þú skoðar rannsóknir sem Dr. Pat Allen hefur gert á tilfinningasviðinu þá segja þær að karlmenn séu í grunninn ekki fyrir einkvæni, en þeir fara í sambönd og hjónabönd þegar þeir eru ástfangnir því þeir vilja ekki að aðrir karlmenn séu með konunum þeirra. 

Dr. Pat Allen hefur einnig skrifað áhugaverðar bækur um karl- og kven orkuna. Mér sýnist á bréfinu þínu hér að ofan að þú sért karlinn í sambandinu ykkar hjóna, en hann sé að kastast í karlorkuna sína gagnvart öðrum konum. Getur það verið?

Það er ótrúlega áhugavert á staðnum sem þið eruð á að skoða hver þið viljið vera og hvernig hjónaband þið viljið eiga. Ef við skoðum þig sem dæmi. Hvaða konu dreymir þig um að vera? Hvað gerir hún daglega? Hvernig manni er hún með? Hvað gerir hún ekki?

Er draumakonan að vilja að eiginmaður hennar stundi, stundum, kynlíf við vinnufélaga hennar? Hvað er það að næra innra með þessari konu?

Ef þú værir að vinna með mér myndi ég hvetja þig til að skoða að setja þessa hluti á botnhegðunarlista þinn, af því að mér finnst þú vera að meiða þig sjálfa með þessu. 

Að elska maka sinn án skilyrða, en að setja skýr mörk og skoða hvaða tilfinningar við erum að kljást við, hvaða hugsanir við erum að hugsa og þar fram eftir götunum er áhugavert verkefni. 

Þetta með áfengið er einungis ein birtingamynd af því hvernig kerfið sem þið eruð með er að virka. Bæði konur og karlar sem missa stjórn á áfengi, missa stjórn á fleiri sviðum í lífinu. Ég tel samt mjög mikil einföldun á þínu ástarlífi að kenna honum og drykkjunni hans um. Það er hins vegar ekkert að því að setja mörk tengt drykkju. Þú værir þá að útskýra fyrir eiginmanninum að þegar hann drekkur og man ekki eftir því, þá meiðir hann þig og þig langar ekki að vera í þannig sambandi inn í framtíðina. Þú elskir hann án skilyrða en vonir að hann virði mörkin þín. Ef eiginmaðurinn þinn á ekki við áfengisvanda að stríða verður lítið mál fyrir hann að virða mörkin þín. Ef hins vegar hann er ekki með stjórn þá gæti þetta verið annar hluti sem þið þurfið að finna út úr saman. Í það minnsta þú þá sem aðstandandi hans að þessu leiti. 

Gangi þér hjartanlega vel og stattu með þér og því sem býr innra með þér daglega. 

Það er ekkert sem fixar mann jafnvel og að stíga inn í að vera besta útgáfan af sjálfum sér, að vera í frábæru andlegu og líkamlegu formi og að takast á við verkefni dagsins út frá sjálfsmildi, kærleika og ást. 

Kveðja Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál