„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

16 ára einstaklingur ætti að fá tækifæri til að vaxa ...
16 ára einstaklingur ætti að fá tækifæri til að vaxa og þroskast án áfengis. Það er lögum bundið og foreldrar í samfélaginu ættu að leggja sig fram um að framfylgja þeim lögum og samþykkja ekki neyslu fólks undir lögaldri. Ljósmynd/Colourbox

Móðir 16 ára stúlku sem var að klára fyrsta árið sitt í menntaskóla sendir inn bréf á Elínrós Líndal ráðgjafa og biður um góð ráð til að halda dóttur sinni frá hugbreytandi efnum. 

Sælar

Ég er með áhyggjur af dóttur minni sem er 16 ára. Hún er mikil íþróttakona og hefur alltaf verið flott og skemmtileg stelpa. Hún tilheyrir tveimur vinahópum, öðrum sem eru íþróttastelpur og svo hóp sem er úr grunnskólanum hennar og eru krakkar úr nokkrum skólum sem eru öll farin að drekka og sum að dópa.

Um daginn sagði hún mér að hún hefði drukkið í fyrsta skiptið með seinni hópnum sem ég nefni hér að ofan. Ég bað hana um að standa við samning sem við höfðum gert um að hún myndi ekki drekka áfengi þar til hún kæmist á aldur til þess.

Ég treysti henni en er smávegis hugsi yfir því sem hún sagði mér. Hún segir að allar vinkonur hennar og ungt fólk í kringum hana drekki.  Að foreldrar þeirra séu lítið að spá í því og ég sé þannig sér á báti. Eins segir hún mér að margir séu að fikta við að reykja kannabis og þessir hlutir þyki ekki tiltökumál í dag. 

Hverju svarar maður börnum í svona aðstæðum og er þetta raunveruleikinn eins og hún lýsir. Þegar ég settist niður með henni og ræddi við hana um þessi mál, þá fannst mér á henni eins og allt öðruvísi markaðssetningu væri beint að hennar aldurshópi, sem dæmi að kannabis væri hollara en áfengi og það væri auðveldara að nálgast það. Að ungu fólki væri gefinn fyrsti skammturinn sinn á skemmtistöðum og þar fram eftir götum. 

Hver eru að þínu mati bestu ráðin til að halda börnum frá hugbreytandi efnum sem lengst? Er þetta raunveruleiki barna okkar í dag?

Kveðja, S

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar S og takk fyrir að senda inn bréfið. 

Ekkert af því sem þú skrifar í bréfi þínu hef ég ekki heyrt áður. Þetta er veruleiki margra barna og ungmenna í landinu. En ekki allra.

Ég hef heyrt svipaðar sögur frá ungu fólki sem er að koma úr neyslu í dag. Þeim var gefinn fyrsti skammturinn. Þau byrjuðu flest vegna þess að vinahópurinn var að fikta við efni. Þau vissu ekki hvert neyslan myndi leiða þau og svo gátu þau ekki stoppað. 

Bestu leiðirnar að mínu mati til að halda börnum frá hugbreytandi efnum sem lengst eru:

Að taka ábyrgð á eigin neyslu

Mér hefur löngum þótt uppeldi snúa meira að okkur foreldrum en börnum okkar. Það hvað við gerum daglega eða vikulega er vegvísir fyrir börnin okkar inn í framtíðina. Þess vegna mæli ég með fyrir alla foreldra sem hafa áhuga á því að halda börnum sínum sem lengst frá hugbreytandi efnum líkt og áfengi að sýna að líf án áfengis er gott líf.

Að vera edrú foreldri er einstakt. Óbein markaðssetning á áfengi í samfélaginu og félagslegur þrýstingur til að drekka er hins vegar talsverður. Ég hef aldrei séð það klæða neina persónu vel að drekka - þvert á móti. 

Ég hef talað við mörg börn alkahólista sem og börn foreldra sem drekka reglulega. Öll hafa þau greint frá ákveðnu óöryggi sem myndast í kringum neyslu foreldra þeirra. Þau virðast sjá mun á hinum fullorðnu fyrr en við gerum sjálf. Bæði á þeim sem drekkur en ekki síður á meðvirkum maka (hinu foreldrinu).

Að vera með skýr mörk

Það sem mér finnst virka best fyrir foreldra er að vera með skýr mörk þegar kemur að áfengisneyslu barna undir lögaldri. Þannig að börnin viti hverjar reglurnar eru á heimilinu. Gott er að hefja samtal um þetta snemma að mínu mati. Allt niður í 10 ára aldur getur verið viðeigandi enda er mikið af efni að berast til barna okkar í gegnum sem dæmi netið þar sem börnin fá hreint út sagt röng skilaboð um hollustu sumra hugbreytandi efna. Það er ekki allt vænt sem er grænt.

Innan marka sem eru kærleiksrík og skýr finnst mér mikilvægt að börn fái upplýsingar um af hverju mörkin eru mikilvæg. Þannig að markmiðið að halda sér edrú verði markmið barnanna líka. Þá finnst mér einnig mikilvægt að börn fái traust frá foreldrum en samkvæmt rannsóknum eru ungmenni hvatvís og í eðli sínu tilbúin að prófa hluti. Traustið ætti því alltaf að vera byggt á því.

Eins er ég á því að við ættum að halda ungmennum okkar sem mest nálægt okkur á sumrin og um helgar. Það er fjölmargt skemmtilegt hægt að gera sem fjölskylda saman. 

Að halda ró og fara í markvissar aðgerðir

Þegar/ef foreldrar komast að því að börnin þeirra hafa verið að fikta við fíkniefni eða áfengi, eða komast að því að börnin þeirra eru farin að nota nikótín eða komin í félagsskap þar sem neysla er í gangi finnst mér mikilvægt að foreldrar hitti sérfræðing. 

Ég hvet alla foreldra sem koma úr fjölskyldum þar sem alkóhólismi er til staðar að fara í Al -Anon. Það tekur minni tíma en flestir ímynda sér og er einstakt samfélag að tilheyra inn í framtíðina. 

Markvissar aðgerðir til að stoppa drykkju sem er farin af stað ættu alltaf að vera hugsaðar til lengri tíma að mínu mati. Ég sé oft foreldra stökkva til og gera miklar breytingar í nokkrar vikur sem erfitt er að halda við og skila því ekki góðum árangri þegar til lengri tíma er litið.

Hvað er fíkn?

Fyrir mér er fíkn ekki eitthvert svarthol, heldur fjölskyldusjúkdómur sem gengur manna á milli og hægt er að stoppa og skilja ef viljinn er fyrir hendi.

Til foreldra barna í neyslu vil ég segja þetta: Það er alltaf von fyrir börnin ykkar.

Ef þið viljið fræðast betur um fíkn og fá stuðning frá sérfræðingi þá eru góðir ráðgjafar í Von hjá SÁÁ. Þar er einnig boðið upp á fjölskyldunámskeið fyrir foreldra. Ég mæli með að fá handleiðslu (e sponsor) frá foreldri sem hefur reynslu af bata frá fíkn hjá barni sínu í Al-Anon. Ég mæli með að foreldrar sitji opna AA-fundi til að skilja batagönguna og vinnu 12 spora samtaka. Eins mæli ég með að allir foreldrar barna í neyslu skoði þjónustu Foreldrahúss. 

Að lokum vil ég segja: Það er alltaf leið og það er alltaf von. Aldrei gefast upp á börnum ykkar. Foreldrar, þið eruð búnir til þess að vera til staðar fyrir börnin ykkar. Það er til leið að ná til heilbrigða hluta þess sem er í neyslu. Sama hversu lengi eða mikið einstaklingurinn hefur þróað sjúkdóminn. 

Það er engin skömm fólgin í því að eiga barn í neyslu. Þeir sem dæma aðra í slíkum sporum dæma út frá þekkingaleysi og vanmætti. Ekki styrkleika og þroska.

Takk fyrir að senda inn bréfið og gangi þér sem best.

Kveðja, Elínrós Líndal ráðgjafi.

mbl.is

Áhuginn kviknaði í Noregi

10:00 Á Ísafirði hefur verið starfræktur svokallaður félagslandbúnaður í nokkur ár undir heitinu Gróandi en stofnandi félagsins, Hildur Dagbjört Arnardóttir, er mikil talskona umhverfisverndar og sjálfbærrar ræktunar hvers konar. Meira »

Fallegasta brúður í heimi?

05:00 Gigi Gorgeous gekk upp að altarinu nýverið og er að mati margra ein fallegasta brúður sem sögur fara af. Olíu-erfinginn Nats Getty virtist missa andann við að sjá tilvonandi eiginkonu sína ganga að altarinu. Meira »

Algengustu kynlífsfantasíurnar

Í gær, 21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

Í gær, 19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

í gær Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

í gær „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

í gær Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

í gær Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í fyrradag Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í fyrradag Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

21.7. Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

21.7. Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

21.7. Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »
Meira píla