„Hjónbandið betra þegar báðir vinna“

Það getur verið flólkið að ala upp mörg börn þegar ...
Það getur verið flólkið að ala upp mörg börn þegar mörkin eru óskýr og foreldrar ná ekki að sinna sér. Ljósmynd/Colourbox

Kona sendir inn bréf til Elínrósar Líndal ráðgjafa og spyr hvort hún sé í vanda. Henni finnst sumarleyfið áskorun og hjónabandið betra þegar hún og maðurinn hennar eru bæði að vinna.

Sæl.

Ég er í smá vanda. Málið er að ég fer í frí í næsta mánuði og er farin að kvíða fyrir því. Ég kann vel við mig í hversdagsleikanum og finnst hjónabandið betra þegar við erum bæði að vinna. 

Við eigum fjögur börn saman og mér finnst sumarleyfið áskorun. Mér finnst barnaumsjáin lenda á mér, húsverkin einnig á meðan eiginmaður sinnir áhugamálum sínum og er duglegur að sinna sínu. 

Er ég í vanda stödd eða hefurðu heyrt svona áður?

Kveðja, XO

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar.

Mér finnst þú ekki með slæman vanda heldur frekar áhugaverða áskorun sem þú getur unnið í. 

Hvernig lítur drauma-sumarleyfið þitt út? Hvað gætir þú hugsað þér að gera fyrir þig í þessu fríi? En með börnum þínum? Hvað með eiginmanninn? 

Hvað viltu alls ekki að endurtaki sig frá fyrri árum?

Með því að svara þessum spurningum hér að ofan ertu að gera skemmtilega æfingu sem tengist því að sjá fyrir þér mörkin þín í næsta mánuði. Það er aldrei auðvelt að byrja að setja mörk þegar maður hefur ekki gert það áður, en það er einnig engin ástæða fyrir því að fara í frí og kvíða því.

Ég mæli með því að fólk viðhaldi því sem það gerir daglega þó það sé ekki í vinnu. Ef þú ert vön að vakna á ákveðnum tíma, af hverju ekki að halda því áfram í sumarleyfinu? Ef þú þarft átta tíma svefn, ættir þú að þurfa þess líka í fríinu. 

Hverju hefur þú áhuga á? Hvað langar þig að gera?

Ef þú býrð til lista og merkir hann annars vegar: Topphegðun og hins vegar: Botnhegðun getur listinn litið svona út:

Topphegðun

 • Vakna klukkan 09:00
 • Búa um rúmið
 • Fá mér hollan morgunmat
 • Gera skemmtilega hluti í 3 klst. með börnum í dag
 • Gera skemmtilega hluti í 1 klst. með eiginmanni
 • Fara út að ganga
 • Hugleiða/biðja
 • Taka að mér eldamennsku í dag

Botnhegðun

 • Taka alla ábyrgð á heimilinu
 • Setja ekki mörk
 • Vera gröm, lokast og tjá mig ekki

Þú gerir börnum þínum og fjölskyldu mikinn greiða með því að setja mörk og sinna þér líka. Ég mæli með að skjólstæðingar mínir sem til dæmis ástunda 12 spora fundi, gefi í slíka fundi þegar þeir eru í sumarleyfi, þegar jólin og páskar eru. Þannig viðhalda þeir bata sínum og andlegri líðan. 

Í góðu sumarleyfi ættir þú að geta átt gæðastundir með börnum þínum. Þú ættir að hafa betri tíma til að gera fallegan góðan morgunmat handa þér og börnunum. Eiga gæðastundir með eiginmanninum. Gert hluti sem þú hefur ekki haft tíma í áður. Hvílt þig og nært þig á alla vegu. 

Ef þig hefur langað á matreiðslunámskeið er þetta tíminn. Langað að læra að sauma, dansa, spila á hljóðfæri og fleira. 

Veröldin yrði þér þakkát ef þú stígur út úr því sem rannsóknaniðurstöður eru að sýna í dag um lífsgæði giftra mæðra sem virðast vera að lifa kynhlutverkið sitt inn á heimilinu í meira mæli en hinar einstæðu.

Giftar mæður sofa minna, sinna meira heimilisstörfum og sinna áhugamálum sínum síður en einstæðar mæður. 

Gangi þér vel.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

16:30 Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

13:00 Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

09:00 Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

05:00 Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

Í gær, 23:30 Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

í gær Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

í gær Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

í gær Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

í gær Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

í fyrradag Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

15.7. Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

15.7. Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

15.7. Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

14.7. Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

14.7. Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

14.7. Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

14.7. Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

14.7. Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »

Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

14.7. Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún sagði tryggðarheitin í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981.   Meira »