Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

Það var annar maður sem konan hugsaði um þegar hún …
Það var annar maður sem konan hugsaði um þegar hún fór að sofa á kvöldin. mbl.is/Thinkstockphotos

„Kæra Deidre, eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma,“ skrifaði óákveðin kona sem er nýhætt með unnusta sínum og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Ég er 28 ára og fyrrverandi unnusti minn þrítugur. Við vorum saman í sex ár. Ég elska hann enn og dái, en áhugi minn á kynlífi með honum var löngu horfinn. Við áttum að gifta okkur í síðasta mánuði en maðurinn í badmintonliðinu hafði verið að trufla mig. Hann er 25 og í guðdómlega flottu formi. Við döðruðum eins og brjálæðingar en gerðum ekkert meira en það. Hann vissi að ég væri trúlofuð og hann er gamaldags. Mig byrjaði að dreyma hann á hverju kvöldi. Ég efaðist um hvort ég ætti að ganga í hjónaband sem fór að lokum þannig að ég labbaði út nokkrum vikum fyrir brúðkaupið.

Um það bil viku seinna gekk ég alla leið með badmintonfélaga mínum. Það var eftir sigur á móti. Við vorum bæði í sigurvímu, fórum á bar og eftir það heim til hans. Ég áttaði mig á að ég hafði gleymt hversu frábært kynlíf getur verið. Næsta dag hringdi hann í mig. Við fórum í drykk og vorum sammála um að þetta hefðu verið mistök og það væri best ef við værum bara vinir. „Hvað hef ég gert?“ velti ég nú fyrir mér. Ég veit að það voru vandamál í sambandinu með unnusta mínum en kannski er það bara eðlilegt þegar fólk hefur verið saman lengi. Ég er hrædd við að hafa samband við minn fyrrverandi þar sem ég get ekki hugsað til þess að valda honum meiri sársauka. Innst inni veit ég að ég er hrifin af badmintonfélaganum og ég myndi vera með honum ef hann hefði áhuga. Í rauninni vona ég að hann skipti um skoðun. Á ég að reyna aftur með mínum fyrrverandi? Ég get ekki ákveðið mig.“

Konan stundaði kynlíf með badmintonfélaganum.
Konan stundaði kynlíf með badmintonfélaganum. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir það vera ósanngjarnt ef hún myndi hætta aftur með unnustanum ef badmintonfélaginn skipti um skoðun. Hún ráðleggur konunni þó að fara og tala við fyrrverandi unnusta sinn. Í versta lagi myndi hann skilja betur af hverju hún fór frá honum. 

„Það getur hjálpað honum að halda áfram með líf sitt og finna nýja ást en ekki leyfa honum að grátbiðja þig um að vera hjá sér ef það er ekki það sem þú vilt. Vertu hreinskilin við hann og sjálfa þig. Ef sannleikurinn er sá að þú elskar hann bara sem vin er best að takast á við það núna en ekki eftir að þið giftið ykkur eða eftir mörg ár. Eða voru þið bara löt og hættuð að leggja eitthvað á ykkur til þess að halda sambandinu skemmtilegu og lifandi?“

mbl.is