Gerðu kynlífið betra með forleik

Ekki vanmeta forleikinn.
Ekki vanmeta forleikinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlífssérfræðingurinn Dr. Robin Milhausen greinir frá því á vef Prevention hvernig má fara að því að gera kynlífið betra með forleik. Milhausen hefur rannsakað málið og benda niðurstöður til þess að 15 mínútur af einhverju öðru en samförum leiði til betra kynlífs. 

Kossar

Milhausen mælir með kossum og segir kossa vanmetna í kynlífi. Mælir hún með því að nota kossa til þess að byggja upp stemmingu fyrir á annars konar forleik.

Notaðu hendurnar

Milhausen segir fólki að vanmeta ekki að snerta hvort annað. Hendurnar geta skapað mikla nautn í forleik. Að nota hendurnar segir hún vera góða leið til þess að læra hvað fólk vill. 

Nýjar stellingar

Að prófa nýjar stellingar er ekki bara spennandi þegar kemur að samförum. Í forleiknum er til að mynda hægt að prófa að sitja hlið við hlið. Hún mælir einnig með að liggja í skeiðinni en stellingin er fullkomin þar sem fólk getur verið í stellingunni lengi. Í stellingunni hefur fólk gott aðgengi að brjóstum, bringu og kynfærum. 

Ekki gleyma munnmökum

Það er gott að gefa og þiggja í munnmökum. Milhausen mælir með að fólk hafi ekki áhyggjur af neinu nema að njóta þegar það er að þiggja. Mikilvægt er þó að skiptast á og þegar ákafinn er orðinn of mikill er hægt að hefja samfarir. 

Sleipiefni

Sum pör vilja meina að þau þurfi ekki sleipiefni. Milhausen vill þó meina að sleipiefni geri allt betra. Gott er að nota sleipiefni þegar kynfæri eru örvuð í forleik. 

Kynlífsleikföng

Rétt eins og með sleipiefni geta hjálpartæki ástarlífsins gert forleikinn betri. Milhausen segir að konur sem nota titrara séu líklegri til að segja að síðasta sjálfsfróun hafi verið góð en þær sem ekki nota titrara. 

Dónatal

Kynferðisleg orð og setningar geta hjálpað fólki að komast í gírinn. Hægt er að tala svona áður en forleikur hefst eða bara allan tímann. Dónatal þarf ekki að vera mjög frumlegt, gott ráð fyrir byrjendur í dónatali er að segja maka sínum hvað það vill og hvar það vill láta snerta sig.  

Sturtan

Farið í sturtu saman. Báðir aðilar naktir undir heitu vatni. Kyssið og snertið makann. 

Nudd

Það að skiptast á að nudda getur verið góð upphitun fyrir eitthvað meira. 

Forleikur í aðalrétt

Samfarir eru frábærar en Milhausen mælir þó með því að fólk hugsi um forleikinn sem aðalmálið. Hún segir kynlíf án samfara geta verið frábært og fullnægjandi. 

Kynlíf í sturtunni.
Kynlíf í sturtunni. mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is

Uppáhaldsstaðurinn er þar sem ég bý

18:00 Sigríður María Egilsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði fyrr í sumar frá Háskólanum í Reykjavík en heldur út til Stanford í framhaldsnám í alþjóðlegri viðskiptalögfræði á næstu dögum. Meira »

Íslenskir hönnuðir sýna í Lundúnum

17:00 Studio Hanna Whitehead, Ragna Ragnarsdóttir, 1+1+1, Theodóra Alfreðs, Studíó Flétta, Björn Steinar Blumenstein, Tinna Gunnarsdóttir, Rúna Thors & Hildur Steinþórsdóttir munu taka þátt í samsýningu íslenskra og erlendra hönnuða á sýningunni Crossover eftir Adorno sem fram fer á London Design Fair, dagana 19. -22. september á Old Truman Brewery í London. Meira »

159 milljóna glæsihús við Vesturbrún

13:39 Við Vesturbrún í Reykjavík stendur afar heillandi 302 fm einbýli sem er sérlega vel innréttað. Falleg málverk og húsgögn prýða heimilið. Meira »

„Ég skil ekki hví hann hætti að drekka“

10:00 „Mig langar lítið að skipta mér af þessu hjá honum. En hann vill meina að ég sé partur af þessu öllu. Nú er ég í góðri vinnu og vil síður vera að merkja mér eitthvað svona.“ Meira »

Ert þú of lengi í sömu nærbuxunum?

05:00 Ert þú einn af þeim sem skiptir á hverjum degi eða gerir það bara jafnoft og þú þrífur klósettið þitt?  Meira »

Einstakur stíll Alicia Vikander

Í gær, 23:45 Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegu útliti. Hún er með lítið litað hár og alltaf með förðunina í lágmarki. Hún velur vandaðan fatnað með góðum sniðum. Meira »

Ertu kvíðinn og þunglyndur gæfusmiður?

Í gær, 20:00 „„ Hver er sinnar gæfu smiður?“ Var yfirskrift greinar sem ég skrifaði átján ára gömul í skólablað Menntaskólans á Akureyri. Frómt frá sagt glottu vinir mínir út í annað þegar drottningin af Góða dátanum, Malibúprinsessan Sjallans, bjórynjan af Kaffi Karólínu sendi frá sér þessa grein eins og hún hefði löngum starfað með Steina löggu í áfengiseftirlitinu og fundið upp foreldraröltið í kjölfarið og látið loka Dynheimum vegna óspekta. Meira »

Melania í bol af Donald Trump?

í gær Melania Trump kom heim úr sumarfríi í hvítum stuttermabol sem hefur vakið mikla athygli. Er þetta í fyrsta skiptið sem forsetafrúin sést í hvítum stuttermabol. Meira »

Geggjað útsýni út á sjó á Akranesi

í gær Við Bakkatún 6 á Akranesi stendur afar fallegt og vel skipulagt 155 fm einbýlishús sem byggt var 1953.   Meira »

Svona fagnaði Ásdís Rán 40 árunum

í gær Ásdís Rán Gunnarsdóttir hélt upp á fertugsafmæli sitt í Sofíu í Búlgaríu á dögunum. Öllu var tjaldað til svo veislan yrði sem best. Meira »

Þetta skiptir mestu máli í brúðkaupum

í gær Það eru ekki gjafapokar, ræður eða tónlistin sem skiptir gestina máli heldur mun einfaldari atriði sem hægt er að redda auðveldlega. Meira »

Hætt að sofa saman eftir 15 ára samband

í fyrradag „Þó við eigum margt sameiginlegt þá erum við ólíkir persónuleikar, t.d. er ég mun félagslyndari hann. Það reynist okkur því oft erfitt að gera eitthvað félagslegt því hann hangir oft og tíðum bara í símanum á meðan.“ Meira »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

18.8. Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

18.8. Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

18.8. Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

18.8. Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

18.8. Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

17.8. Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

17.8. Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

17.8. „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

17.8. Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »