Hatar karlmenn eftir að síðasta sambandið klikkaði

Neikvæðar grunnhugmyndir um fólk af gagnstæðu kyni eru mun algengari …
Neikvæðar grunnhugmyndir um fólk af gagnstæðu kyni eru mun algengari en fólk heldur. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem hatar karlmenn. Hún spyr hvað hún geti gert.

Sæl Elínrós

Ég er kona á þrítugsaldri sem á tvö börn. Ég á nokkur misheppnuð sambönd að baki sem hafa öll endað með framhjáhaldi og/eða að þeir fara fyrir mikið yngri konur, er eitthvað að mér? Hvar get ég leitað mér aðstoðar því í dag hata ég karlmenn. Og eftir að síðasta sambandið fór út um gluggann þá tók ég ákvörðun um að fara ekki í samband aftur. Ég hef gefist upp á ástinni. En ég vil fá aðstoð við að hætta að hata karlmenn. Hvert get ég farið eða hvað get ég gert?

Bkv: ein komin með nóg.

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sæl og takk fyrir bréfið. 

Ég held það sé frábær hugmynd hjá þér að leita aðstoðar þessu tengt og breyta viðhorfum þínum til karla. 

Dr. Patrick Carnes er einn fyrsti sérfræðingurinn til að lýsa því sem stundum er kallað skert hugsun eða rangar grunnhugmyndir (e impaired thinking). Skert hugsun eða hugmynd sem byggð er á röngum forsendum verður alltaf til út frá reynslu. Þetta er einskonar yfirfærsla og er hún mun algengari en þú heldur. Allt að 40% Bandaríkjamanna sem dæmi eru að fást við sömu tilfinningar, þó þær brjótist út á mismunandi vegu.  

Þessar tölur gefa okkur þá til kynna að yfir helmingur fólks sé með heilbrigðar hugmyndir um annað fólk, lífið og tilveruna.  

Meðferð til að verða heill þegar kemur að ást og kynlífi er margþætt og mjög einstaklingsmiðuð. Markmiðið með slíkri meðferð er að sjálfsögðu að einstaklingar verði hamingjusamir, glaðir og frjálsir í lífinu. Stór hluti meðferðarinnar er að vinna með grunnhugmyndir fólks. Í þínu tilviki skoðun þína á karlmönnum. Ég myndi telja mikilvægt fyrir þig einnig að skoða hugmyndir þínar um konur, aldur og traust svo eitthvað sé nefnt. Að setja sér markmið í lífinu, að skoða hvaða hegðun er nauðsynleg til að ná markmiðunum og síðan að skoða hegðun sem vinnur á móti markmiðum er alltaf nauðsynlegt líka. 

Þú getur fundið þér fjölmargar leiðir að vinna í þér. Ég mæli með 12 spora samtökum um ástarmál og meðvirkni. Eins mæli ég með að þú finnir þér sérfræðing á þessu sviði, góðan sálfræðing eða ráðgjafa sem hefur reynslu af svona málum. 

Merki um bata á þessu sviði er þegar þú þorir að vera auðsærð og varnarlaus gagnvart öðru fólki og þegar þú þorir að sleppa tökunum á því lífsmynstri sem hefur meitt þig í gegnum tíðina. Þú getur lært að forðast aðstæður og/eða sambönd sem reynast þér hættuleg. Þú getur lært að taka sjálfa þig í sátt og elska þig eins og þú ert og síðan lært að elska aðra frá þannig stað líka. 

Ótti við að vera yfirgefin, ein og berskjölduð er eitthvað sem fleiri en þú deila. Með því að nota heiðarleika til að tjá tilfinningar þínar, setja heilbrigð mörk og finna þér fólk sem hefur eitthvað að gefa getur þú átt innihaldsríkt og fallegt líf. 

Gangi þér vel í þínu bataferli. 

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál