Ástarmegrunin er alveg dottin úr tísku

Jákvætt viðhorf til kynlífs er frelsandi að margra mati.
Jákvætt viðhorf til kynlífs er frelsandi að margra mati. Ljósmynd/Unsplash

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings og sérfræðinga á kynlífi aukist til muna í opinberri umræðu. Jákvætt viðhorf í garð kynlífs (e. sex positivity) er hugtak sem er gjarnan notað í þessu samhengi. Á vef The Ophra Magazine má lesa nánar um þessa stefnu sem bendir heiðarlega á þá staðreynd, að allir eiga rétt á að lifa því lífi sem þeir kjósa sér. Það sama á við um kynhegðun fólks. Kynlífshamingja er möguleg!

Hér á árum áður þótti göfugt að vera í eins konar ástarmegrun. Rannsóknir seinni ára sýna hins vegar að það er engum hollt, ekki frekar en að svelta sig af mat eða öðru sem telst til grunnþarfa manneskjunnar. 

Hugtök sem flæktust fyrir heilbrigðu kynlífi hér á árum áður var ótti, skömm og lítil athygli á grunnþarfir mannsins að þessu leyti. Það þótti eðlilegt að tala um væntingar og þrár, þegar ljósin voru slökkt og klukkan að slá í miðnætti.

Í dag er öldin önnur. Með aukinni vitund og kröfu einstaklinga á að lifa lífinu sem þeir kjósa að lifa, hefur fólk fundið tækifæri og tíma til að gera áætlun í kringum þætti er varða kynhegðun sína. 

Að hafa löngun og þrá í kynlífi er eðlilegt og …
Að hafa löngun og þrá í kynlífi er eðlilegt og heilbrigt að mati sérfræðinga.

Dr. David Yarian bendir á að þegar of strangar kröfur eru settar á kynlíf, sem dæmi að banna kynlíf fyrir brúðkaup, þá geti fólk misst stjórn á hugsunum sínum og hegðun á þessu sviði. 

Með því að vera jákvæður í garð kynlífs, þá er ein af grunnhugmyndunum sú að hver og ein manneskja ber ábyrgð á eigin líkama og ræður hvernig hún hagar sér í kynlífinu, svo framarlega sem það er gert með samþykki þess sem hún stundar kynlíf með. 

Sérfræðingar á borð við Nadine Thornhill benda þeim sem hún leiðbeinir á þessu sviði að líta á kynlífið sömu augum og fólk lítur á mataræði sitt sem dæmi. Við myndum ekki dæma aðila sem missir sig í að borða óhollustu einu sinni í mánuði. Af hverju leyfum við okkur þá að dæma þá sem hafa misst sig í óhollustu á sviði kynlífs? Af hverju dæmum við þá, sem hafa átt tímabil í lífi sínu þar sem þeir hafa verið með fleira fólki en almennt er talið eðlilegt, svona hart?

Grunnurinn að heilbrigðum viðhorfum að þessu leyti er að ræða hlutina að mati sérfræðinga. Afleiðingar af því að bæla niður þarfir og langanir á þessu sviði og að tala ekki um sem dæmi kynlíf geta verið að fólk fær lítið sjálfstraust, það fær rangar hugmyndir um líkama sinn og getur ekki verið til staðar fyrir sjálft sig eða maka sinn á þessu sviði. 

Jákvætt viðhorf til kynlífs felur í sér að vera tilbúin að skoða alls konar möguleika þegar kemur að kynlífi. Þar sem heilbrigð mörk og heiðarleiki er í forgrunni. Best þykir að henda boðum, bönnum og skömm út fyrir svefnherbergisdyrnar. Með því móti geta stellingar sem hafa verið afskrifaðar eða undirfatnaður sem hefur þótt of kynþokkafullur, fengið nýjan tilgang. Fólk verður afslappaðra og einlægara, það upplifir meiri nánd og hamingju í samböndum með þessu móti ef marka má sérfræðinga.  

Með því að losna við skömm og ótta tengt kynlifi …
Með því að losna við skömm og ótta tengt kynlifi má njóta þess betur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál