„Ekki fullorðin þótt hún sé 65 ára“

Oprah Winfrey ásamt bestu vinkonu sinni Gayle King á 65 …
Oprah Winfrey ásamt bestu vinkonu sinni Gayle King á 65 ára afmæli þeirrar síðarnefndu.

Oprah Winfrey og Gayle King hafa verið bestu vinkonur í fjörutíu ár. Þrátt fyrir ólíkan uppruna hafa fjölmiðlakonurnar staðið saman í gegnum súrt og sætt. Oprah gerði sér lítið fyrir um jólin og hélt upp á 65 ára afmæli King hinn 28. desember síðastliðinn. Þema boðsins var gulur litur í anda afmælisbarnsins. Oprah bauð upp á sex rétta matseðil og lét fljúga með gul blóm til Bandaríkjanna frá Hollandi svo eitthvað sé nefnt. 

Ef marka má umræðurnar við veisluborðið þá lofar 65 ára aldurinn góðu. Konur eru ekki fullorðnar, fullþroska eða komnar með hlutina á þessum aldri. Heldur eru í ferli, að læra nýtt og takast á við nýjar áskoranir. 

Oprah segir King einstaklega skemmtilega og góða konu og spáir því að hún verði 102 ára. „Þegar kallið kemur hjá King mun hún pottþétt segja: Hvað meinarðu? Er minn tími kominn?“ Svo ung í anda og skemmtileg er hún.“

Fjölmargir gestir voru samankomnir hjá Oprah og virtust allir skemmta sér vel. 

Oprah var ekki í gulum kjól sjálf en gerði allt sem hún gat til að hafa gula þemað í boðinu sem glæsilegast.

View this post on Instagram

We’ve been friends since she was 21 and I was 22.. Still celebrating! Happy birthday @gayleking 🎉🎉🎉

A post shared by Oprah (@oprah) on Dec 29, 2019 at 9:24am PSTmbl.is