„Vil trúa því að það sé ekki önnur kona“

Ást er ákvörðun og grunnurinn að góðum samböndum er heiðarleiki …
Ást er ákvörðun og grunnurinn að góðum samböndum er heiðarleiki og opin samskipti að mati ráðgjafa. mbl.is/Unsplash

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um lesenda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hún geti treyst manninum sem hún er að hitta.

Sæl.

Ég er rosalega hrifin af manni sem ég veit ekki hvort er gagnkvæmt. Hann er góður við mig en ég veit ekki hvort ég get treyst að hann myndi segja mér satt um það hvort sé önnur kona í lífi hans. Ég vil trúa því að svo sé ekki.

Kv x

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. mbl.is/Saga Sig

Sæl og takk fyrir að senda inn þetta bréf.

Hér kemur þú að atriði sem flestir fara í gegnum í upphafi sambands. Að mínu mati er kominn tími á að setjast niður og ræða hvernig sambandið á að vera og hvernig fólk ætlar að haga sér innan þess. 

Samningurinn sem við gerum við aðra, gefur vísbendingu um sjálfsvirðingu okkar að mínu mati. 

Gott samband er vanalega með skýrar leikreglur. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef aldrei séð sambandssamning gerðan þar sem báðir aðilar standa 100% við það sem er sagt þar. Við mannfólkið erum alls konar og lífið hendir í okkur ýmsum óvæntum verkefnum.

Góður sambandssamningur ætti að innihalda hvernig þið ætlið að koma fram við hvort annað, hvað þið ætlið að gera og hvað þið ætlið ekki að gera. Ég mæli með því að þú setjir inn lið um meðvirkni og mörk, þ.e. að þið ætlið að virða mörk hvort annars og setja mörk í sambandinu. 

Ef þú reynir eftir fremsta megni að standa við þinn hluta samningsins, máttu gera ráð fyrir því að verða bara svolítið góð kærasta. Ef maðurinn sem þú ert að hitta stendur við sinn hluta, gæti sambandið orðið gott. Ef hins vegar hann á erfitt með að standa við sinn hluta, hefur það eflaust lítið með þig að gera. 

Þú hefur hins vegar alltaf það val að kasta inn handklæðinu og skoða hvort þetta sé góður aðili að vera með í lífinu. Ef sem dæmi þú átt erfitt með að treysta honum, gæti ég viljað spyrja: Af hverju viltu vinna með þannig félaga í lífinu?

Ég trúi því að ást sé ákvörðun, ákveðið ferli sem ferðast frá hjarta fólks yfir í sólarplexus maka okkar — fram og til baka. Ef þú finnur fyrir tómleika í sambandinu gæti verið kominn tími á sjálfsvinnu. Kannski er ástarhringrásin eitthvað stífluð hjá öðru hvoru ykkar og flæðið ekki í lagi. Ég sé það gerast í samböndum þar sem meðvirkni og virk fíkn er í gangi svo dæmi séu tekin. 

Annaðhvort ertu óviss með herrann því þú hefur ekki gert við hann samkomulag, út af fyrri reynslu eða að þú ert að finna fyrir tómleika í sambandinu. Ég mæli með handleiðslu til að komast í gegnum seinni tvö atriðin. Við verðum heil að nýju í samskiptum við annað fólk, þess vegna hvet ég þig til að staldra við og æfa þig með þessum herra. 

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál