Tinder-deitið lifði tvöföldu lífi

Caitlin komst að því að maðurinn sem hún hafði verið …
Caitlin komst að því að maðurinn sem hún hafði verið að hitta í 3 mánuði var giftur og átti börn hinu megin á hnettinum. Ljósmynd/Unsplash

Caitlin nokkur í Ástralíu uppgötvaði að maður sem hún hafði kynnst í gegnum stefnumótaforritið Tinder og hafði þekkt í þrjá mánuði lifði tvöföldu lífi hinum megin á hnettinum. 

Caitlin hringdi í útvarpsþátt í Ástralíu þar sem umræðuefni var framhjáhöld og sagði sögu sína. „Ég var að hitta gaur í þrjá mánuði. Hann var algjörlega frábær og mjög kurteis. Hann sagði mér að hann ætti bóndabæ og golden retriver hund sem héti Bear,“ sagði Caitlin.

Einn daginn hvarf hann alveg og hætti að hafa samband við hana. Hún hélt að þetta væri bara orðið svona í dag, að menn létu sig bara hverfa. Svo einhverjum tíma seinna hafði hann samband við Caitlin og sagðist hafa þurft að fara til London í Bretlandi til að hitta vinkonu sína og bætti við að hún hefði verið að eignast barn. 

Henni fannst þetta heldur skrítið og daginn eftir ákvað hún að ræða þetta við vini sína. „Þeir sögðu „Caitlin, þetta er stór rauður fáni.“ Þau spurðu hvort ég vissi eitthvað um hann eða hvernig hann tengdist barninu,“ sagði Caitlin. 

Það var þá sem boltinn fór að rúlla. Vinnufélagarnir spurðu um myndir af gaurnum. Á meðan þeirra stutta sambandi stóð hafði hann sent henni fjölda mynda af sér, meðal annars af getnaðarlimnum á sér. 

Vinnufélagar hennar voru ansi klárir á tæknina og gátu notað tækni sem innbyggð er í síma frá Apple sem merkir hvar í heiminum myndir eru teknar. Með þessari tækni náðu þau að rekja hvar ein limamyndanna var tekin og það var í smábæ í Bretlandi. 

Caitlin sló svo inn nafn hans og bæjarins á Google og það fyrsta sem hún fann var brúðkaupsmyndir af honum. Með því að fletta upp ljósmyndaranum fann hún svo á endanum konuna hans. 

„Við uppgötvuðum að hann á konu og börn. Versti hlutinn er að hann býr ekki á bóndabæ, hann var ekki einhleypur og átti ekki golden retriver að nafni bear heldur cocker spaniel sem heitir Charlie,“ sagði Caitlin. 

Hún var skiljanlega í miklu áfalli yfir því að komast að þessu öllu en ákvað að senda honum skilaboð með fullu nafni en hefur ekki fengið svar til baka.

Það gerist ýmislegt á Tinder.
Það gerist ýmislegt á Tinder.
mbl.is