Það sem kórónuveiran kennir

Marianne Williamson hefur lengi barist fyrir öflugu heilbrigðikerfi fyrir alla.
Marianne Williamson hefur lengi barist fyrir öflugu heilbrigðikerfi fyrir alla. Ljósmynd/skjáskot internetið.

Rithöfundurinn Marianne Williamson hefur verið andlegur leiðtogi margra þekktra einstaklinga, meðal annars Oprah Winfrey, svo einhverjir séu nefndir. 

Williamson kann betur en margir aðrir að setja hlutina í samhengi og hvetur hún í nýlegum pósti almenning til að einangra sig ekki tilfinningalega eða andlega þótt hann sé í einangrun tímabundið.

Þetta eru punktar sem kórónuveiran kennir okkur sem samfélagi að mati Williamson og það sem við getum gert til að koma okkur í gegnum hamfarirnar:

  • Kórónuveiran sýnir okkur hvað raunverulega skiptir máli í lífinu og hversu mikilvægt er að eiga öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla. Peningar eru ekki það sem skiptir meginmáli í lífinu heldur heilsan og velferð okkar allra. 
  • Kórónuveiran veldur þannig áhrifum á hlutabréfamarkaði að hinir ríku, sem áður sóttu heilbrigðisþjónustu í einkageiranum eða utan landsteinanna, finna hvernig almenningur hefur þurft að gera hlutina og þá staðreynd að þeir eru ekki meiri en aðrir og heldur ekki minni. Við erum öll jöfn.
  • Ekki einangra þig andlega eða tilfinningalega þótt þú þurfir að vera einn um tíma. 
  • Besta leiðin til að komast í gegnum faraldur sem þennan er að sjá hlutina í samhengi og ekki láta allt snúast einungis um þig. 
  • Fylgstu með eldra fólki í fjölskyldunni og eldra fólki sem þú kallar vini þína. Eitt símtal getur gert kraftaverk. Þannig geturðu fylgst með hvort það vantar eitthvað eða hvort hægt sé að aðstoða það. Margir kunna ekki að panta matvörur á netinu og þiggja aðstoð við alls konar hluti í dag. 
  • Eru fleiri sem þér dettur í hug að gæti vantað aðstoð?
  • Hvert einasta vandamál sem vaknar í veröldinni á sér lausn.
  • Kórónuveiran er með mikilvæg skilaboð til okkar allra: Samfélög þurfa að passa upp á alla sem tilheyra því, annars er enginn óhultur. 
  • Samfélagið getur lært þetta með því að nota skynsemina eða í gegnum sársauka. 
  • Yfirvöld víða hafa komið berskjölduð fram og sagt að þau séu ekki í stakk búin til að takast á við þetta ástand. Af þessum sökum er eðlilegt að við setjum fólkið í landinu í fyrsta sæti, en ekki fjármálamarkaðinn, í þeirri viðleitni okkar að vernda fólkið í landinu.
  • Með faraldri sem þessum sjáum við betur en oft áður hversu mikilvægt það er að vera með sterkt og gott heilbrigðiskerfi fyrir alla. 
  • Hugsið og talið jákvætt til þeirra sem standa í framlínunni í faraldrinum. Læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraliðar og heilbrigðisstarfsfólk þarf á bænum ykkar að halda, ekki gagnrýni. 
  • Allir ættu að hafa að gang að ósýktum matvælum. Ríkisstjórnir sem setja fólkið sitt í fyrsta sæti ættu að vera sjálfsagðar. Hreint loft ætti að vera aðgengilegt öllum og svo mætti lengi áfram telja. 
  • Með því að hugsa um annað fólk hugsum við um okkur. Réttið þeim sem minna mega sín í dag aðstoð. Leyfið ástandinu í dag að kenna ykkur það að vera til staðar fyrir aðra. Þannig eruð þið til staðar fyrir ykkur líka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál