Þarf aðstoð vegna kynlífsfíknar en maðurinn má ekki vita neitt

Konur líkt og karlar geta misst stjórn á ástarlífi sínu.
Konur líkt og karlar geta misst stjórn á ástarlífi sínu. Ljósmynd/Colourbox

Kona í hjónabandi er að kljást við kynlífsfíkn og langar að komast í bata. Hún leitar ráða hjá El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafa, sem svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæl.

Hvar get ég leitað mér aðstoðar við kynlífsfíkn?

Maðurinn minn veit ekki af henni og ég vil ekki segja honum neitt. Langar að leita til sérfræðings en vil ekki að hann komist að neinu.

Kveðja.

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. mbl.is/Saga Sig

Sæl og takk fyrir að senda inn erindið. 

Það er mjög eðlilegt að þig langi að skoða hvað liggur að baki fíkninni, vinna úr málunum, fá verkfæri sem nýtast þér til að komast í bata og verða heilbrigð á þessu sviði. 

Það eina sem þú þarft til þess er fúsleiki og svo finnst mér forvitið fólk sem hefur gaman af því að læra nýja hluti frábært að vinna með. 

Þú getur annaðhvort farið beint inn í 12 spora samtök sem fást við stjórnleysi á þessu sviði, setið nokkra opna fundi (eru líklegast að færast á netið núna), fengið þér leiðbeinanda (e. sponsor) og unnið sporin til að komast í bata. 

Ef þú vilt heldur vinna með sérfræðingum sem taka einstaklinga í viðtöl mæli ég með að þú vinnir með sérfræðingi sem hefur sjálfur reynslu og menntun af meðferð, námskeiðum og 12 spora starfi á þessu sviði. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.  

mbl.is