Sala á kynlífstækjum hefur aukist mikið á Íslandi

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush.

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush, sem er kynlífstækjaverslun, hefur sjaldan haft meira að gera. Hún hefur þurft að bæta við sig starfsfólki vegna aukins álags. Á sama tíma og umsvifin hafa aukist hefur hún verið föst heima með kórónuveiruna. 

Fréttir bárust af því að sala á kynlífstækjum hefði aukist til muna í Danmörku. Finnur þú fyrir aukningu á Íslandi?

„Við finnum fyrir mikilli aukningu síðustu vikuna, það er aðeins rólegra í búðinni okkar en salan í netverslun hefur aukist mjög mikið. Það er augljóst að fólk er að nýta þennan tíma til að hlúa að ástarsambandinu sínu. Eftir að samkomubannið tók gildi fórum við að bjóða upp á fría heimsendingu um allt land og að auki erum við að bjóða upp á samdægurs heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu frítt svo við erum eins og svo mörg önnur fyrirtæki að gera okkar besta til að koma til móts við okkar viðskiptavini og auðvelda fólki að nálgast vörurnar okkar,“ segir Gerður Huld og bætir við: 

„Breyttir tímar kalla á breyttar aðstæður og við höfum þurft að grípa til ráðstafana varðandi ýmislegt, aukin þrif og fjöldatakmarkanir í verslun. Svo þarf að passa líka vel upp á starfsfólkið. Við höfum því skipt niður í hópa og passað að það séu tvær aðskildar vaktir sem vinna til skiptis svo það verði ekki krosssmit innan fyrirtækisins ef til þess kæmi að einhver greindist með kórónuveiruna. Á meðan annar hópurinn vinnur í verslun vinnur hinn heima í tölvu eða nýtur þess að vera með fjölskyldunni,“ segir hún. 

Gerður Huld veit af eigin raun hvernig er að fá kórónuveiruna. 

„Ég er sjálf búin að vera í einangrun í þrjár vikur eftir að hafa nælt mér í kórónuveiruna á ferðalagi og hef því unnið heima síðustu vikurnar. Ég er svo heppin að vera með frábæran hóp af fólki sem hefur látið þetta allt ganga upp þrátt fyrir aukið álag,“ segir hún. 

Á meðan fyrirtæki hafa þurft að draga saman seglin hefur Gerður Huld þurft að bæta við sig fólki. 

„Ólíkt öðrum fyrirtækjum höfum við þurft að kalla inn aukastarfsfólk tímabundið og ráða nýja til að ráða við eftirspurnina. Það eru forréttindi á þessum tímum að þurfa ekki að segja upp eða minnka starfshlutfall starfsfólks vegna veirunnar og við vonumst til að það muni halda svoleiðis áfram næstu vikurnar á meðan þetta gengur yfir.“ 

Hvað er fólk aðallega að kaupa?

„Vinsælustu vörurnar þessa dagana er Blush-paraboxið, tæki sem örva snípinn eins og til dæmis Echo-eggið frá Svakom, sleipiefni og svo eru rúnkmúffur að koma mjög sterkt inn, sem gerir mig mjög glaða því við höfum lengi verið að bíða eftir því að tæki hönnuð fyrir typpi fái sama samþykki í samfélaginu og tæki sem eru hönnuð fyrir píkur. Það er því virkilega gaman að sjá aukningu i sölu á herravörum. Við finnum greinilega að það er að verða einhvers konar vakning í samfélaginu og minni fordómar,“ segir hún. 

Eru þetta pör sem versla við þig eða er kynlífsleysi einhleypra farið að segja til sín?

„Þetta er mjög blandað. Hlutföllin okkar fyrir samkomubannið hafa verið 60% konur og 40% karlar sem versla hjá okkur og síðan skiptist það niður í ca 50/50 pör eða einstaklinga og það er mjög sambærilegt núna. Við erum hins vegar að sjá aukningu i sölu á spilum, nuddolíum og svona forleiksvörum sem bendir til að fólk leggi meiri metnað í forleikinn, sem er mjög jákvætt.“ 

Ef þú mættir bara velja þér eitt kynlífstæki, hvaða tæki yrði fyrir valinu?

„Það er mjög breytilegt eftir dögum hvað er mitt uppáhaldstæki. En í dag myndi ég velja Blush-parahringinn sem er í paraboxinu okkar. Það er tæki sem hentar bæði konum og körlum. Tækið titrar og örvar snípinn en á sama tíma er hægt að nota það sem typpahring svo það dýpkar og lengir fullnæginguna fyrir hann. Fullkominn viðbót í kynlífið,“ segir Gerður Huld. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál