Laðast kynferðislega að tengdamömmu sinni

Maðurinn hugsar alltaf um tengdamóður sína þegar hann stundar kynlíf.
Maðurinn hugsar alltaf um tengdamóður sína þegar hann stundar kynlíf. Ljósmynd / Getty Images

Kvæntur karlmaður segist hugsa um tengdamömmu sína í hvert skipti sem hann stundar kynlíf með eiginkonu sinni. Hann er með samviskubit yfir því og biður Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian, um ráð.

„Jafnvel þótt ég sé búinn að vera hamingjusamlega giftur eiginkonu minni í þrjú ár, hef ég alltaf laðast kynferðislega að tengdamömmu minni. Hún er frábær kona, komin rétt yfir fimmtugt, mjög lík eiginkonu minni en fallegri. Við búum í nágrenninu við hana og við hittumst tvisvar til þrisvar í viku. Ég stunda kynlíf með eiginkonu minni á næstum því hverjum degi og það er frábært, en á síðustu mánuðum, þá hef ég bara hugsað um tengdamömmu á meðan við stundum kynlíf. Ég er með samviskubit yfir því. Plís hjálpaðu mér,“ skrifaði tengdasonurinn. 

Ráðgjafinn gefur tengdasyninum góð ráð.

„Eins forboðin löngun og þú lýsir hér getur skapað einstaklega flókar tilfinningar. Það á sérstaklega við þegar það eru fjölskyldutengsl og það er ekkert óeðlilegt við að kynferðisleg tenging myndist við tengdaforeldra. En að laðast kynferðislega að einhverjum sem samfélagið segir að sé óviðeigandi fyrir þig að laðast að getur gert útslagið og leitt af sér blindandi þráhyggju, fljótfærni, slæmar afleiðingar og endalausa eftirsjá. 

Í þínu tilfelli gæti verið eitthvað undirliggjandi sem vekur þessar kenndir hjá þér, eins og til dæmis fjarlæg móðir í æsku. Þú mátt eiga þínar fantasíur í friði svo lengi sem þú raungerir þær ekki. Þú veist nú þegar að þessi löngun er ekki rétt svo þú ættir að reyna að forðast samviskubitið og hægt og rólega reynt að beina hugsunum þínum frá henni,“ sagði Connolly í svari sínu.

Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál