Teljast miskabætur til eigna?

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem fékk bætur vegna sjúkdóms en fékk svo rukkun. 

Sæll

Ég fékk bætur frá Sjúkratryggingum Íslands vegna sjúkdóms af völdum bóluefnis. Þegar ég fékk þessar bætur var ég í leiguhúsnæði á vegum skóla. Á sama tíma var ég að fá húsaleigubætur greiddar mánaðarlega. Ári síðar sendir HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun) rukkun upp á ofgreiddar húsaleigubætur vegna þess að „eignir“ mínar höfðu farið yfir ákveðið þak hjá þeim. 

Spurning mín er þá þessi. 

Teljast miskabætur til eigna?

Geta þeir gert þetta þrátt fyrir að hafa fengið öll gögn um að þetta séu bætur vegna vinnutaps, örorku og lyfjakostnaðar til framtíðar?

Kveðja, G

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll G.

Við útreikning húsnæðisbóta er tekið mið af tekjum og eignum allra heimilismanna 18 ára og eldri, leigufjárhæð o.fl. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er skylt samkvæmt lögum að gera tekju- og eignaáætlun sem er lögð til grundvallar við útreikning húsnæðisbóta. Allar skattskyldar tekjur heimilismanna teljast til tekna, þar á meðal elli- og örorkulífeyrisgreiðslur, greiðslur séreignalífeyrissparnaðar, fjármagnstekjur, erlendar tekjur og ýmsir styrkir. Aftur á móti eru nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar tekjur. Örorkubætur sem eru ákveðnar í einu lagi til greiðslu vegna varanlegrar örorku í kjölfar slysa teljast ekki til skattskyldra tekna. Sama gildir um miskabætur, sbr. 2. tl. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Skilyrði er að bætur þessar séu ákveðnar í einu lagi til greiðslu. Bætur sem greiddar eru mánaðarlega eru því skattskyldar. 

Hvort umræddar bætur sem vísað er til í spurningu þinni komi til með að hafa áhrif á útreikning húsnæðisbóta veltur á því hvort þær voru greiddar í einu lagi. Sé það skilyrði uppfyllt mæli ég með því að þú sendir erindi þess efnis til HMS og óskir eftir endurskoðun á útreikningi.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál