„Getur klám haldið mér frá því að halda framhjá?“

Manninum finnst hann vera háður klámi.
Manninum finnst hann vera háður klámi. Ljósmynd/ThinkstockPhotos

Karlmaður í fjarsambandi hræðist tilhugsunina um að hann muni halda fram hjá kærastanum sínum ef of langur tími líður á milli þess sem þeir hittast. Hann veltir því fyrir sér hvort klámáhorf muni halda honum frá því að vera ótrúr.

„Ég er samkynhneigður karlmaður í langtímasambandi. Kærastinn minn flutti nýlega í burtu og því erum við í fjarsambandi. Við stundum mjög gott kynlíf þegar við erum saman, jafnvel þótt kynhvöt mín sé meiri en hans vanalega. Þegar ég er einn, og hef ekkert að gera, leiðist mér og hugsa alltaf um að fróa mér. Ég horfi vanalega á klám, þótt ég sé ekkert mjög hrifinn af því, ég er meira fyrir tilfinninguna um raunverulegt kynlíf eða vídeókynlíf með kærastanum mínum. En ég veit ekki hvernig ég á að hætta að horfa á klám. 

Ég hef tekið nokkra mánuði þar sem ég horfi ekki á það, en á endanum byrja ég alltaf aftur á því. Mér líður eins og ég sé háður því. Ég hef líka hugsað um að stunda kynlíf með öðru fólki í heimabæ mínum, en þá myndi ég þurfa að taka umræðuna um að vera í opnu sambandi, sem ég efast um að mér muni finnast þægilegt og hvað þá kærastanum mínum. Það sem eftir stendur er að vera ótrúr, sem mig langar ekki til að gera en íhuga stundum. Svo ég dragi saman: ég er með mikla kynhvöt, mér leiðist og elska kynlíf. Hvernig get ég nálgast þetta á jákvæðan hátt?“

Ráðgjafi The Guardian, Pamela Stephenson Connolly ráðleggur honum að gera sitt besta. 

„Þú ert að upplifa það sama og allar kynverur í heiminum. „Hvernig get ég samræmt væntingar mínar til maka míns, fjölskyldunar, sjálfs mín og samfélagsins sem ég bý í á sama tíma og ég uppfylli þarfir mínar?“ Margir finna góða lendingu á þessu fyrir stóran hluta af lífi sínu, en flestum líður eins og þeir séu í stríði við líkamlegar langanir sínar. Það er ekki skrítið að flestir fari rökréttu leiðina, í staðinn fyrir að láta eftir löngunum sínum, og gera „það sem ætlast er til af þeim“.

Að hafa stjórn á kynhvöt þinni á sama tíma og þú ert í fjarsambandi er gríðarlega erfitt þannig að þú ættir að reyna að taka meira tillit til mannlegra þarfa þinna. Mín skoðun er sú að það sé ekkert að því að þú notir kynferðislegt efni á netinu, sérstaklega í þeim tilgangi að vera ekki ótrúr maka þínum því það gæti valdið þér enn meiri vandræðum. 

Þú veist hvenær þú hefur gengið of langt í kláminu; þegar löngun þín í að horfa á það kemur í veg fyrir að þú sinnir öðru í lífi þínu. Tilhugsunin um framhjáhald mun alltaf vera heillandi, þar sem forboðið kynlíf er alltaf kynþokkafullt, en það er mikið í húfi. Gerðu bara þitt besta,“ segir Stephenson Connolly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál