Stjörnuhjón sem giftu sig heima

Jennifer Aniston og Justin Theroux.
Jennifer Aniston og Justin Theroux. AFP

Fáir mega koma saman þessa dagana og því ekki hægt að halda fjölmennar brúðkaupsveislur. Margir standa frammi fyrir því að halda bara notalega veislu heima. Margar stjörnur hafa farið þá leið að gifta sig heima að því er kemur fram á vef Hello. Þrátt fyrir að hús þeirra séu veglegri en hús flestra má feta í fótspor þeirra.

Sean Penn og Leila George 

Leikarahjónin gengu í hjónaband heima hjá sér í júlí. Brúðkaupið einkenndist af kórónuveirunni og voru þau gefin saman á Zoom. Aðeins nánasta fjölskylda var viðstödd. 

Hollywood leikarinn Sean Penn.
Hollywood leikarinn Sean Penn. AFP

Hilary Duff og Matthew Koma

Leikkonan og tónlistarmaðurinn giftu sig í garðinum sínum í desember í fyrra. 

Hilary Duff.
Hilary Duff. AFP

Kathy Griffin og Randy Bick 

Grínistinn Kathy Griffin gekk í hjónaband um síðustu áramót. Eftir að hafa skoðað ýmsa möguleika gat hún ekki ímyndað sér betri stað en heima hjá sér. 

Kathy Griffin.
Kathy Griffin. AFP

Zoë Kravitz og Karl Glusman

Leikarahjónin gengu í hjónaband á heimili Lennys Kravitz í París en tónlistarmaðurinn er faðir leikkonunnar. 

Karl Glusman og Zoë Kravitz buðu fólki í veislu á …
Karl Glusman og Zoë Kravitz buðu fólki í veislu á heimili föður hennar. AFP

Miley Cyrus og Liam Hemsworth

Stjörnurnar sem skildu eftir nokkurra mánaða hjónaband gengu í hjónaband fyrir tæpum tveimur árum á heimili sínu í Nashville. 

Liam Hemsworth og Miley Cyrus.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus. AFP

Mandy Moore og Taylor Goldsmith

This is Us-leikkonan Moore gekk í hjónaband með tónlistarmanninum Taylor Goldsmith fyrir tveimur árum heima hjá sér. 

Mandy Moore giftist Taylor Goldsmith í bleikum kjól.
Mandy Moore giftist Taylor Goldsmith í bleikum kjól. skjáskot/Instagram

Jennifer Aniston og Justin Theroux

Leikarahjónin fyrrverandi gengu í hjónaband á heimili sínu í Los Angeles í ágúst 2015.

Jennifer Aniston og Justin Theroux gengu í hjónaband heima hjá …
Jennifer Aniston og Justin Theroux gengu í hjónaband heima hjá sér. AFP

Ellen DeGeneres og Portia De Rossi

Spjallþáttastjórnandinn og leikkonan gengu í hjónaband heima hjá sér í Beverly Hills í Kaliforníu í ágúst 2008 og var afar fáum gestum boðið.  

Portia de Rossi og Ellen DeGeneres. Brúðkaup þeirra var látlaust.
Portia de Rossi og Ellen DeGeneres. Brúðkaup þeirra var látlaust. AFP

Cameron Diaz og Benji Madden

Leikkonan og tónlistarmaðurinn gengu í hjónaband á heimili sínu í Beverly Hills eftir að hafa verið saman í sjö mánuði. Athöfnin fór fram í stofunni og veislan í garðinum. 

Benji Madden og Cameron Diaz.
Benji Madden og Cameron Diaz. Samsett mynd /AFP

Reese Witherspoon og Jim Toth 

Leikkonan gekk í hjónaband með eiginmanni sínum á búgarði sínum í Kaliforníu. 

Reese Witherspoon.
Reese Witherspoon. AFP

Camila Alves og Matthew McConaughey

Fyrirsætan og leikarinn gengu í hjónaband á heimili sínu í Texas árið 2012. Veislan fór fram utandyra en lúxustjöld voru sett upp í garðinum. 

Matthew McConaughey og Camila Alves.
Matthew McConaughey og Camila Alves. AFP

Brad Pitt og Angelina Jolie

Leikarahjónin giftu sig vissulega á heimili sínu í Frakklandi árið 2014. Húsið líkist reyndar frekar kastala en venjulegu húsi en það er önnur saga. 

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Amber Heard og Johnny Depp

Leikarahjónin fyrrverandi skipulögðu tvær athafnir og fóru báðar fram á eignum þeirra. Fyrri athöfnin fór fram í Los Angeles en sú seinni á Bahamaeyjum. 

Johnny Depp og Amber Heard á meðan allt lék í …
Johnny Depp og Amber Heard á meðan allt lék í lyndi. AFP
mbl.is