Stunda ekki nógu oft kynlíf

Orlando Bloom og Katy Perry.
Orlando Bloom og Katy Perry. AFP

Leikarinn Orlando Bloom er trúlofaður söngkonunni vinsælu Katy Perry. Parið, sem eignaðist nýlega barn, stundar ekki nógu oft kynlíf. Bloom var spurður út í kynlífið í viðtali við The Guardian og svaraði af hreinskilni. 

„Ekki nógu oft,“ svaraði Orlando Bloom þegar hann var spurður hversu oft hann stundaði kynlíf. Hann bætti reyndar við að þau væru nýbúin að eignast barn. Dóttir þeirra Daisy Dove kom í heiminn í lok ágúst. Ekki kom þó fram hversu oft er ekki nóg að mati Bloom. 

Bloom á einnig soninn Flynn með fyrirsætunni Miröndu Kerr. Hann segir börnin sín tvö, auk hundsins síns og unnustunnar, vera stærstu ástirnar í lífi sínu. 

Besti koss sem hann hefur upplifað var hins vegar þegar hann var 17 ára og átti kærustu sem heitir Debbie. Bloom var hamingjusamastur áður en hann varð heimsfrægur. Hann var þá að byrja í tökum fyrir Hringadróttinssögu og var uppfullur af vonum og draumum og spenntur fyrir komandi ævintýrum.

Orlando Bloom og Katy Perry eignuðust sitt fyrsta barn saman …
Orlando Bloom og Katy Perry eignuðust sitt fyrsta barn saman í sumar. AFP
mbl.is