Kynlíf tekur styttri tíma en þú heldur

mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf gagnkynhneigðra para, eða samfarir réttara sagt, tekur ekki eins langan tíma og margir halda. Lengdin hefur í raun ekkert með gæði kynlífs að gera en í gegnum tíðina hafa verið gerðar rannsóknir á því hvað samfarir taka langan tíma. 

Læknirinn Rena Malik tók sem dæmi rannsókn á samförum sem var gerð á 500 pörum um allan heim að því er fram kemur á vef Women's Health. Pörin notuðu skeiðklukku til þess að mæla tímann. Þau mældu ekki allt kynlífið heldur frá því að samfarir hófust þangað til karlmaðurinn fékk sáðlát. 

Karlmenn töldu að hinn fullkomni tími væri 16 mínútur en í rauninni er meðaltíminn mun styttri. Í rannsókninni kom fram að meðaltími samfara er 5,7 mínútur. Lengd samfara var mismunandi eftir löndum. Í Tyrklandi var meðaltími aðeins 4,4 mínútur en í Bretlandi 10 mínútur. 

Rannsóknin var nokkuð einföld og er stærsti gallinn sá að ekki var tekið tillit til fullnægingar kvenna. Í rannsókn sem meira en fjögur þúsund konur tóku þátt í kom í ljós að það tók konur um 25 mínútur að fá fullnægingu. Kynlíf er að sjálfsögðu persónubundið og mikilvægast er að allir séu ánægðir.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál