Flakkaði á milli fósturheimila og mamma gafst upp

Daníel Örn talar um áföllin í lífinu.
Daníel Örn talar um áföllin í lífinu.

Daníel Örn er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Hann hefur sögu að segja en hann flakkaði á milli fósturheimila sem unglingur vegna hegðunarvanda og hann festi hvergi rætur. 

„Ég var óalandi og óferjandi þannig að mamma gat ekki haft mig,“ segir hann.

Sem barn ólst hann upp hjá einstæðri móður við fátækt þar sem móðir hans gerði allt sem hún gat til að gefa þeim bræðrum gott líf.

Það voru oft bara hrísgrjón í matinn seinnipart mánaðarins,“ segir Daníel og bætir við að móðir hans hafi unnið myrkranna á milli til að ná endum saman. Daníel segir bæði sína sögu og vill einnig vekja athygli á sögu bróður síns en hann féll fyrir eigin hendi eftir mikla baráttu við vímuefnavanda og geðraskanir sem koma oftar en ekki í kjölfarið.

„Kerfin tala ekki saman, þegar Steindór leitaði sér aðstoðar við fíkninni fékk hann ekki aðstoð við geðraskanir sem háðu honum og ef hann leitaði á geðdeild fékk hann ekki aðstoð við fíknivandanum.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál