Það besta og versta við að „svinga“

Sumir eru opnari en aðrir þegar kemur að kynlífi.
Sumir eru opnari en aðrir þegar kemur að kynlífi. mbl.is/Colourbox

Ben fór frá því að eiga farsælt hjónaband sem leit vel út á blaði í það að vera svingari af heilum hug. Hann miðlar af reynslu sinni í pistli á síðunni Body&Soul en hann hefur lært ýmislegt.

„Fyrir tíu árum var ég í einkvænishjónabandi með æskuástinni minni úr menntaskóla. Á blaði leit allt vel út. Við áttum draumahúsið og vorum að ræða barneignir. Við vorum að mestu leyti afar hamingjusöm,“ segir karlkyns svingari.

Vildi fá annað úr samböndum

„Fyrir fimm árum skildum við. Auðvitað var skilnaðurinn kominn til af mörgum ástæðum en ein helsta ástæðan var sú að við vorum orðin breytt og með ólíkar langanir. Eitt það helsta sem breyttist hjá mér var hvernig ég upplifði nánd og hvað ég vildi fá út úr sambandi.“

„Ég áttaði mig á að einkvæni var ekki fyrir mig. Ég hafði kynferðislegar og tilfinningalegar þarfir sem var ekki hægt að fullnægja í einkvænissambandi. Með nýjum maka prófaði ég mig áfram, fyrst með því að bæta einni manneskju með í kynlíf okkar og síðar með makaskiptum.“ 

Áskorun að finna önnur pör

„Það eru ýmsar staðalmyndir af makaskiptapartýjum þar sem allir búa í úthverfum og setja lyklana sína í skál og draga. Það var ekki mín upplifun. Fyrsta áskorunin var að finna pör sem voru í svipuðum hugleiðingum og við. Og þá pör sem okkur leist vel á í þeim tilgangi. Loks fundum við heimasíðu sem gerði þetta allt auðveldara.“

„Við deildum með pörunum myndum og hugmyndir okkar um gott kynlíf, fantasíur og fleira. Fyrsta skiptið okkar var minnistæðast og skemmtilegast. Við losuðum við allar hömlur og áttum frábærar stundir í rúminu. Öll vorum við fullnægð að lokum. Það að sjá konu mína með öðru pari, á meðan ég var með þeim líka, var bara ólýsanleg tilfinning og gerði mig enn hrifnari af henni. Síðan þá höfum við „svingað“ töluvert.“

Kynlíf er ferðalag

„Ég upplifi kynlíf á annan hátt en áður. Hef kynnst fjölmörgum líkamsgerðum og er hver líkami einstakur og fallegur. Kynlíf fyrir mér er ferðalag en ekki áfangastaður. Þrátt fyrir alla kostina á þetta sér líka sína ókosti og þetta er ekki fyrir alla.“ 

Samskipti eru mikilvæg

„Eitt sinn var ég í partíi þar sem eiginmaðurinn var æstur í „sving“ en konan ekki. Hún brast í grát og ég hef ekki heyrt til þeirra meir. Fyrir marga er þetta fantasía en raunveruleikinn getur verið allt annar en það sem þau ímynduðu sér. Þá er mikilvægt að vera opinskár og tala um væntingar sínar og þrár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál