„Er ég varaskeifa?“

Maðurinn vill ekki vera varaskeifa fyrrverandi kærustu sinnar.
Maðurinn vill ekki vera varaskeifa fyrrverandi kærustu sinnar. Ljósmynd/Unsplash/Vidar Nordli-Mathisen

Karlmaður leitar ráða hjá sérfræðing Sun. Hann er hræddur um að hann sé varaskeifa fyrrverandi kærustu sinnar.

„Ég og kærastan mín hættum saman upp úr þurru nýverið. Hún sagðist ekki elska mig lengur og að hún vildi að við hættum saman. Þetta gerðist fyrir fimm mánuðum og við vorum búin að vera saman í sex ár. Við eigum saman eina tveggja ára dóttur, við búum enn þá saman en erum í sitt hvoru herberginu. Ég var virkilega ósáttur og hryggur við þessa ákvörðun hennar en er að verða betri. 

Ég fór út með nokkrum góðum vinum að fá okkur drykki saman, ég hef ekki gert það mjög lengi. Þegar ég kom heim var hún ennþá vakandi og við fórum að spjalla um gömlu góðu tímana. Hún hallaði sér að mér til að kyssa mig og við enduðum á að stunda besta kynlíf lífs okkar. Við ákváðum að þetta hefðu verið mistök og að við myndum ekki gera þetta aftur, en við stundum reglulega kynlíf þrátt fyrir það. Mér finnst eins og við séum enn þá par og það gengur allt betur en það gerði áður. Ég er búin að biðja hana um að láta reyna á sambandið aftur en hún vill það ekki eins og er. Hún segist ætla að skoða málið þegar ég er fluttur út, sem ég skil ekki. Ég veit að hún er að tala við mann sem hún vinnur með en hún segir að þau séu bara vinir. Mér líður eins og ég sé varaskeifa fyrir hana ef að það gengur ekki upp hjá henni.  

Ráðgjafinn svarar:

„Ef hún er að sofa hjá þessum manni sem hún vinnur með og þér, þá ert þú að senda henni þau skilaboð að þér finnist í lagi að vera einn af hennar elskendum. Veldu þér gott augnablik til að ræða við hana, segðu henni að þér finnist erfið tilhugsun að halda áfram að sofa saman þegar þú veist ekkert hvað mun gerast í framtíðinni. Annað hvort á hún eftir að hughreysta þig eða átta sig á því að hún er að fara illa með þig ef hún ætlar sér ekki að taka aftur saman við þig. 

mbl.is