Nær ekki að fullnægja kærustunni

Kærastan verður pirruð þegar hann nær ekki að fullnægja henni.
Kærastan verður pirruð þegar hann nær ekki að fullnægja henni. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmaður á sextugsaldri nær ekki að fullnægja 13 árum yngri kærustu sinni í rúminu. Hún er orðin frekar pirruð á því og hann er hræddur um að hún hætti með honum. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian.

„Ég er 52 ára karlmaður og kærasta mín er39 ára. Við erum búin að vera saman í fjóra mánuði. Kynlífið okkar er hræðilegt því ég næ ekki alltaf að fullnægja henni í rúminu. Hún er búin að hóta því að hætta með mér útaf þessu.

Ég hef alltaf notið þess að stunda kynlíf með fyrri mökum mínum og þær voru ánægðar með frammistöðu mína, en núna er ég farinn að halda að það sé eitthvað að mér. Ég elska kærustuna mína núna svo mikið, en í hvert skipti sem við förum í rúmið saman, þá finn ég fyrir kvíða og efa og næ honum ekki upp. Um leið og hún fer finn ég fyrir létti og fæ standpínu aftur.“

Ráðgjafinn svarar

„Það er algengt að upplifa risvandamál á sama tíma og þú upplifir kvíða. Þegar manneskja óttast að geta ekki náð fullri reisn, þá næst einmitt ekki full reisn. Ég velti fyrir mér af hverju þú ert enn með manneskju sem styður svona illa við þig, og refsar þér meira að segja. Átt þú ekki skilið að vera með manneskju sem er þolinmóð og elskar þig eins og þú ert?

Í stað þess að leyfa henni að láta þér líða illa, spurðu hana hvað hún þarf. Láttu hana vita að þú þarfnis ástar og vellíðunar, og að getnaðarlimur þinn muni bregðast betur við því. Typpið þitt er nátengt hjartanu og tilfinningum þínum, þannig hótanir virka ekki neitt.

Það er samt líka fullt af ástæðum af hverju manneskja getur ekki náð fullri reisn, læknisfræðilegar skýringar, lyf, og stress. Farðu til læknis til öryggis.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda