Svaf óvart hjá vini sínum – er vináttan ónýt?

Konan hefur áhyggjur af því að hún hafi eyðilagt allt …
Konan hefur áhyggjur af því að hún hafi eyðilagt allt með því að sofa hjá vini sínum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kona sem svaf óvart hjá karlkyns vini sínum veltir því fyrir sér hvort vinátta þeirra sé ónýt. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa Sun.  

„Eftir aðeins og marga drykki, þá svaf ég óvart hjá eldri vini mínum. Núna er ég logandi hrædd um að ég sé búin að eyðileggja vináttu okkar. 

Hann er 52 ára og ég er 36 ára kona. Við kynntumst fyrst í vinnunni fyrir átta árum. Þrátt fyrir aldursmun okkar erum við rosalega náin og góðir vinir. 

Vinátta okkar hefur alltaf bara verið það. Það breyttist hins vegar í síðustu viku þegar við fórum saman á barinn og fengum okkur nokkra drykki. 

Á heimleiðinni kom hann við heima hjá mér, sem var ekkert óeðlilegt, en núna var andrúmsloftið öðruvísi. Áður en ég vissi vorum við farin að kyssast. Það hitnaði fljótt í kolunum og við enduðum á því að sofa saman. 

Síðan þá hef ég ekki getað hætt að hugsa um það, en ég hef ekkert náð í hann. Ég er búin að senda honum skilaboð nokkrum sinnum, en það er bara alger þögn. Ég hef svo miklar áhyggjur. Hvað ef ég eyðilagði allt?“

Ráðgjafinn svarar

„Að færa vináttu yfir annað plan getur verið ruglandi og flókið. Kannski líður honum vandræðalega með það sem gerðist og á erfitt með að horfast í augu við þig. Kannski þarf hann bara smá tíma til að átta sig á tilfinningum sínum.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál