„Ekki fara í trekant með bestu vinum þínum“

Ljósmynd/Pexels/cottonbro studio

Það blundar í mörgum löngun til þess að prófa nýja hluti í rúminu. Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox segir marga eiga fantasíur um trekant og hópkynlíf, en það geti hins vegar verið varasamt að bjóða öðru fólki upp í rúm með sér, sérstaklega fyrir pör. 

„Það eru mjög margar ástæður fyrir því að hópkynlíf getur mjög auðveldlega farið úrskeiðis,“ segir Cox í pistli sem birtist á Daily Mail. Hún segir flesta vanmeta hve sjokkerandi það getur verið að horfa á maka sinn í kynferðislegum athöfnum með annarri manneskju í fyrsta skiptið. 

Í pistlinum gefur Cox nokkur góð ráð sem auka líkur á jákvæðri upplifun af trekanti.

1. Ekki taka ákvörðun í skyndi

„Ekki ákveða að fara í trekant skyndilega ef þú hefur aldrei gert það áður. Þetta á sérstaklega við um pör,“ segir Cox.

2. Ekki vera drukkinn eða undir áhrifum fíkniefna

3. Ekki fara í trekant með bestu vinum þínum

„Ef allt fer úrskeiðis þá mun það skaða vináttu ykkar,“ útskýrir Cox. 

4. Settu reglur og leiðbeiningar

„Hverjum er heimilt að hafa samskipti við hvern? Hvaða athafnir eru leyfilegar og hverjar ekki?“

5. Taktu sambandið fram yfir kynlífið

„Fylgist vel með hvort öðru. Ef annað ykkur lítur út fyrir að upplifa vanlíðan eða virðist ekki vera að njóta sín, hættið þá strax og ræðið saman um framhaldið,“ segir Cox. 

6. Prófaðu þig áfram á meðan þú ert einhleypur

„Áfallið hjá pörum er oft meira og verra, en þar spilar öfund og traust stórt hlutverk,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál