10 leiðir til að endurvekja neistann

Unsplash

Hefur kólnað í kolunum í svefnherberginu?

Hér eru tíu ráð til að kveikja neistann á ný.

Talið um vandamálin

Allt virðist ganga vel, án þess að þið hugsið um það. Svo þegar eitthvað kemur upp á þá ertu ekki alveg viss hvernig þú getur talað um það. Þið festið því á ákveðnum stað og vitið ekki hvernig á að komast þaðan.

Fyrsta stigið er að takast á við þetta er að eyða nokkrum dögum í að hugsa í sitthvoru lagi hvað sé vandamálið og ákveða svo að setjast niður og ræða saman. Með þessu gefst tækifæri til að komast virkilega að kjarna málsins og vinna úr því sem þarf.

Gerið grein fyrir því hvers vegna kynlífið hefur breyst

Hvernig var kynlífið ykkar? Hvernig var nándin? Hvað hefur breyst?

Það gæti hafa komið upp tilvik þar sem þú fannst ekki fyrir kynferðislegri löngun og varst ekki í skapi fyrir kynlíf, eða jafnvel var hafnað. Í kjölfarið gætuð þið hafa fallið í það mynstur að forðast að stunda kynlíf. Reynið að komast að því hvað breytti kynlífinu svo þið getið fundið bót á því.

Rifjið upp þegar þið hittust fyrst og klæðið ykkur upp

Eyðið kvöldstund í að spjalla um það sem ykkur líkaði við hvort annað og hvað ykkur þótti aðlaðandi. Næsta kvöld skuluð þið klæða ykkur í ykkar fínasta púss, fara út að borða og gerið sem mest úr því að líða frábærlega og líta sem best út.

Í kjölfarið verðið þið líkleg til þess að finna fyrir nánari tengingu sem getur leitt til þess að þið finnið fyrir kynferðislegri löngun og endurvekið eitthvað sem virðist hafa glatast um stund.

Kyssist og knúsist í hvert skipti sem þið farið að heiman
og svo þegar þið komið aftur heim

Tilgangurinn er ekki að kossar og knús leiði beint til kynlífs, frekar að þið venjist nándinni á ný. Leggið áherslu á að senda skilaboð ykkar á milli þar sem þið segist sakna hins aðilans eða að þið hlakkið til að sjá hinn aðilann.

Með þessu getið þið endurskapað ákveðna hegðun sem þið sýnduð í upphafi sambandsins og þið gefið frá ykkur þau skilaboð að ykkur líki enn við makann ykkar. Með því fer tilfinningalega nándin að láta á sér kræla á ný.

Ákveðið tíma fyrir aukna nánd

Þetta snýst um að ákveða að viðhalda sambandinu, jafnvel þótt þið séuð ekki alltaf í gírnum. Hér er ekki verið að tala um að skipuleggja hvenær þig stundið kynlíf, frekar að ákveða að eitthvað eitt kvöld í viku sé ykkar kvöld. Á slíkum kvöldum getið þið gert eitthvað saman sem eykur nándina, eins og að fara saman í sturtu eða bara klæða ykkur upp og gera eitthvað sérstakt.

Umfram allt snýst þetta um að gefa það skýrt í ljós að líkamlegt samband ykkar er enn mikilvægt og að þið séuð tilbúin í að leggja grunninn að því, í stað þess að segja að samband ykkar snúist bara um kynlíf.

Skrifið niður hvað í raun virkar fyrir ykkur bæði

Skrifið á litla pappírsmiða, brjótið þá svo saman og setjið ofan í krukku. Með þessu geta pör sest niður og virkilega rætt hvað það er sem kveikir í þeim kynferðislega. Næst þegar þið hafið tíma fyrir nánd skuluð þið draga upp úr krukkunni einn miða.

Með þessu fáið þið tækifæri á að prófa ykkur áfram. Þetta gefur nándinni skemmtilega eiginleika og gerir spennunni kleift að komast aftur í sambandið, sem getur verið gagnlegt til að viðhalda neistanum.

Ef kynlífi fylgir kvíði skuluð þið íhuga núvitund

Mælt er með grindarbotnsæfingum því þær gera það að verkum að þú einbeitir þér að kynfærum þínum. Með þessu verður þú samstilltari líkama þínum. Fyrir karlmenn getur þetta aukið gæði stinningarinnar og líkur eru á að ná meiri stjórn á sáðláti. Fyrir kvenmenn getur þetta hjálpað til við að endurheimta tilfinninguna í leggöngum og hjálpað til við örvun.

Fyrir eldri pör, farið rólega

Prófið að fara í bað saman svo ykkur líði vel og í takt við hinn aðilann. Gefið því gaum hvaða stelling ykkur finnst þægilegust. Ef vandamál koma upp varðandi hreyfanleika og sveigjanleika getur verið gagnlegt að prófa ákveðnar stöður fyrst. Þið gætuð viljað prófa að gera slíkt enn fullklædd, það er auðveldara og hlýrra.

Skiptist á að sýna sjálfselsku

Skiptist á að biðja um eitthvað sérstakt, eins og baknudd eða aðra snertingu. Oft er gott fyrir pör að eyða tíma í rúminu án klæða, án þess að stunda kynlíf. Bara það að liggja hlið við hlið og finna fyrir snertingu hins aðilans getur aukið nándina.

Enduruppgötvið hvernig þig sýnið ástarhót

Margar ástæður liggja að baki því að nándin breytist í sambandi. Meðganga og fæðing, hærri aldur, breyttir líkamar, gremja, rifrildi sem hafa ekki verið leyst, kvíði, tíðahvörf, ristruflanir. Listinn er nánast ótæmandi.

Það er mikilvægt að þið skiljið hver vegna þið eruð komin á þennan stað. Enn mikilvægara er að skilja að það er hægt að gera breytingar. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál