Sporðdrekinn: Daðraðu þig svolítið áfram

Elsku Sporðdrekinn minn,

það eru margar góðar ákvarðanir sem þú hefur tekið og átt eftir að taka. Stundum finnst þér þú hafir gefist upp á einhverju. En það er ekki þannig heldur stundum skiptirðu bara um skoðun og sleppir hlutum út sem þú nennir ekki að standa í, er það ekki bara dásamlegt?

Taktu lífinu fagnandi þó svo þér finnist allt á heljarþröm. Lífið er að færa þér velgengni án nokkurs fyrirvara. Velgengni þarf ekki að þýða eitthvað stórbrotið, en óskir þínar eru að rætast og þú siglir í rétta höfn.

Hin magnaða og óútreiknanlega pláneta Plútó er ríkjandi hjá þér og þú munt svo sannarlega finna leiðir út úr öllum krísum og þessi segulmagnaða orka mun færa þér hvert tækifærið á fætur öðru.

Þú hefur magnaðan húmor sem getur nú verið svolítið kaldhæðinn og átt það til að nota hann til að breiða yfir sárar tilfinningar. En þú hefur svo heillandi útgeislun og áhrif á alla, en þarft að muna að þegar þú vaknar klæðir þú þig í daginn, í hvaða föt ætlarðu að fara, hvernig ætlarðu að hafa daginn? Ég er til dæmis alltaf í sparifötunum tilbúin í hvaða partý sem er og þú þarft akkúrat að skilja það elsku Sporðdrekinn minn að þú stjórnar þessu partýi sem lífið er svo dressaðu þig upp fyrir tilefnið sem er dagurinn í dag.

Húsnæði eða breytingar á högum í þá áttina eru í sjónmáli fyrir þá sem vilja skapa sér það tækifæri. Þetta er líka tenging við það að breyta húsnæði sem maður er í eða bæta stöðuna hjá þér og þar færð þú svo sannarlega meðbyr því þín einskæra þrjóska og ákveðni mun koma þér þangað sem þú ætlar.

Daðraðu þig svolítið áfram og þeir ykkar sem vilja hleypa ástinni inn í líf sitt, takið þá áhættu því útkoman verður góð.

Knús & Koss,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál