Nautið: Stundum þarf að feika það til að meika það

Elsku Nautið mitt,

eins yndislega góðhjartaður og þú ert, þá hefurðu það oft á tilfinningunni að þú sért einn í baráttunni. En þú sérð ekki allt sem er verið að senda þér frá Alheimnum. Það er verið að vinna með þér leynt og ljóst og þótt þú sjáir ekki þá sem eru að vinna með þér, þá eru þeir þarna.

Hafðu trú á því að þú fáir það sem þú átt skilið, en þú verður að vita og skilja að þú átt svo óendanlega mikið skilið. Fröken Karma er að koma til að hjálpa þér og borga þér tilbaka þá miklu inneign sem þú átt.

Næstu 60 dagar eru eins og undirbúningsvinna á lokaverkefni í háskólanum. Þú veist ekki alveg hvort þú sért með þetta allt saman til þess að fá góða einkunn eða útkomu, svo mundu þessa góðu gömul setningu: „Stundum þarf að feika það til að meika það“.

Ekki kvarta, heldur skaltu hvetja og þetta á ekki bara við þá sem eru í kringum þig, heldur ekki síst og  sérstaklega sjálfa þig. Þegar þér líður vel og þú ert hamingjusöm, skaltu klappa á brjóstkassann á þér. Þá ertu að senda þessum 40 billjón frumum í líkamanum þínum, sem hafa minni um allt sem hefur gerst frá því þú fæddist, skilaboð um að þannig vilji þér líða. Þú þarft að gera trix í lífinu til að hafa það töfrandi.

Þú ert búin að gera þitt besta til að standa við allar skuldbindingar og það munu allir skilja það að þótt að eitthvað tefjist hjá þér, þá skilarðu alltaf þínu 1000%.

Í ástarsamböndum ertu trygglynd og trú, en getur átt það til að nöldra kannski aðeins of mikið sem er það allra leiðinlegasta sem þú getur gert. Svo bíttu í tunguna á þér og blessaðu ástina. Það eru til nautgripir sem eru ekki eins trygglyndir og þeir ættu að vera, og ég vil skila því til þeirra að taka þetta til sín, að allt undirferli kemst upp um á næstu mánuðum.

Þú færð einnig að vita annarra manna sannleika ef þeir hafa eitthvað að fela og þó að afstaða himintunglanna sé þessi, þá verður þetta til góðs. Því gjöfin er fyrirgefning, að fyrigefa sjálfum sér og öðrum er lykillinn að gleði og frið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál