Meyjan: Þú átt eftir að njóta þín núna

Elsku Meyjan mín,

í þér býr svo mikill hjúkrunarmaður eða læknir. Fyrst verðurðu fokvond yfir því að ekki sé skipulag á einu né neinu en þá finnur þú leið til að lappa upp á skipulagið. Það er eins og þú byrjir að rúlla litlum snjóbolta sem svo verður ógnarstór.

Í þessari sérstöku tíð áttu eftir að njóta þín og þú finnur þig í því að hafa góð og jákvæð áhrif alveg eins og fyrir stuttu varstu alveg foxill og langaði að henda snjóbolta í einhvern en núna skiptir sköpum það sem þú ert að gera því í þessu öllu saman er lausnin varðandi hamingjuna fólgin.

Þú finnur tilganginn og finnur að fólk þarf á þér að halda. Það erfiðasta sem gerist er þegar enginn þarf á manni að halda en þú sérð og finnur sterkt hvernig veröldin snýst á sveif með þér. Þú lætur svo sannarlega góðverkin tala sem aldrei fyrr.

Húmorinn þinn og orðsnilldin þín hafa einstök áhrif, hvort sem þú skrifar eða talar. Mjög margar Meyjur finna út hvað þær ætla að gera í framtíðinni og byggja sjálfar sig upp sem einhverskonar fyrirtæki, allar manneskjur eru líkt og fyrirtæki, hvernig byggirðu upp og hvernig skipuleggurðu gott fyrirtæki? Svarið veistu auðvitað best af öllum!

Það er ekkert til sem heitir beinn vegur í þínu lífi en þú brýtur þér leið með dugnaði þínum og áræðni og þú ert að fara inn í miklu betra og heilbrigðara líf og finnur að þú hefur allan þann aga sem þú þarft.

Af litlu fræi vex fagurt tré og góð hugmynd verður að miklu fé og þó að þú sjáir það ekki núna, að allt sem til þín er komið, já komið, muntu finna það í hjarta þínu að það sem þú ert að gera gerir þú með ást og einlægni og það er og verður akkerið í framtíð þinni hjartað mitt.

Kossar & knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál