Krabbinn: Þú ert fyrirmynd

Krabbinn.
Krabbinn.

KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ

Elsku hjartans Krabbinn minn, það er mikill titringur í tilfinningalífinu þínu svo gefðu dramanu ekki meira að borða. Líf þitt er fólgið í því sem þú hugsar og talar, svo hafðu þann viljastyrk að draga að þér kraftaverkin. Settu meiri trú í það að veröldin sé að vinna með þér og það sé til lausn á vandanum.

Ekki ræða um erfiðleikana, heldur gefðu þér frí frá þeim dag og dag og taktu eftir þessu frelsi sem þú finnur í því. Að sjálfsögðu geturðu þetta því þú ert mesta tilfinningapoppstjarna alheimsins. Og hvort sem þú hreyfir þig bara agnarögn eða það verður stjörnuhrap taka svo margir eftir því sem er að gerast í kringum þig, því þú ert fyrirmynd.

Þegar þér finnst að þú sért þín fyrirmynd finnurðu kraftinn sem kemur frá himingeimnum. Þetta gefur þér þær gjafir sem þú hugsar um, talar um og trúir á. Í þér býr partur af Guði, svo leyfðu þér að skína sem slíkur. Lífið verður svo óborganlegt og aflmikið næsta mánuð. Þú hefur líka í hendi þér að breyta því sem er að gerast í fjölskyldunni þinni. Þú ert að öðlast eitthvað magnað og mikilfenglegt og í þeim krafti veistu hvað þú átt að þakka fyrir og hvað þú hefur gert rétt.

Ég dreg fyrir þig spil sem sýnir þig halda báðum höndum um hjartað og í því eru fólgnir einhverjir tilfinningalegir erfiðleikar og þú stendur á sjó og sólin skín á þig og þú ert staðráðinn í því að láta ekkert stoppa þig. Og þannig verður það. Þín einstaka hjartahlýja mun bjarga öllu.

Knús og kossar, Sigga Kling

Frægir í Krabbanum:

Auðunn Blöndal, fjölmiðlamaður, 8. júlí

Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona, 20. júlí

Sindri Sindrason, fjölmiðlamaður, 19. júlí

Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur, 6. júlí

Guðni Th., forseti Íslands, 26. júní

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí

Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní

Meryl Streep, leikkona, 22. júní

mbl.is